Biden hótar þriðju heimsstyrjöldinni nema að þingið samþykki aukafjárveitingu til Úkraínu

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Rússar hafa „ógnað“ Nató-ríkjum og átökin í Úkraínu geta því endað með því, að Bandaríkin „dragist beint með í átökin“ að sögn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Biden leggur áherslu á, að það verði að stöðva Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Á föstudaginn sendi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, frá sér yfirlýsingu um stríðið í Úkraínu (sjá pdf á ensku að neðan). Orðunum var fremst beint til Bandaríkjaþings en fyrir þinginu liggur tillaga um enn meiri fjárútlát Bandaríkjanna til stríðsreksturs Úkraínu. Repúblikanar hafa hótað að stöðva tillöguna og þá grípur Bandaríkjaforseti til þess bragðs að gefa út yfirlýsingu um, að Bandaríkjamenn muni að öðrum kosti þurfa að fara sjálfir og taka beinan þátt í „frelsisstríðinu“ gegn Rússum. Biden heldur því meðal annars fram að Pútín ætli sér að „tortíma Úkraínu.“

Þingið verður að bregðast við….

Að sögn Bandaríkjaforseta hafa Rússar nýlega gert „stærstu loftárás á Úkraínu síðan stríðið hófst.“ Biden segir í yfirlýsingunni „að það verður að stoppa hann (Pútín).“

„Bandaríska þjóðin getur verið stolt af þeim lífum sem við höfum veitt aðstoð til að bjarga og þeim stuðningi sem við höfum veitt Úkraínu til að verja þjóð sína, frelsi sitt og sjálfstæði. Ef þingið grípur ekki til brýnna aðgerða á nýju ári, þá munum við ekki geta haldið áfram að senda vopn og mikilvæg loftvarnakerfi sem Úkraína þarfnast til að vernda íbúa sína. Þingið verður að bregðast skjótt við án frekari tafar.“

…annars munu afleiðingarnar enduróma um allan heim

„Það sem er í húfi í þessu stríði nær langt út fyrir raðir Úkraínu. Það hefur áhrif á allt bandalag Nató, öryggi Evrópu og framtíð Atlantshafssambandsins. Pútín hefur ekki aðeins reynt að eyðileggja Úkraínu, hann hefur einnig hótað ýmsum bandamönnum okkar í Nató. Þegar einræðisherrar og ógnarstjórnendur fá að ganga lausir í Evrópu, þá eykst hættan á að Bandaríkin dragist beint inn í átökin. Afleiðingarnar munu enduróma um allan heim. Þess vegna hafa Bandaríkin myndat bandalag meira en 50 ríkja til að styðja varnir Úkraínu. Við getum ekki svikið bandamenn okkar og samstarfsaðila. Við getum ekki svikið Úkraínu. Sagan mun dæma þá harðlega sem ekki svara frelsiskallinu.“

One Comment on “Biden hótar þriðju heimsstyrjöldinni nema að þingið samþykki aukafjárveitingu til Úkraínu”

Skildu eftir skilaboð