Hamfarakólnun en engar fréttir

frettinLoftslagsmál, Páll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Meðalhiti í Reykjavík í desember var 1,9 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var meðalhitinn 3,7 stigum undir meðallagi síðustu tæpu 30 ára (1991-2020). í byggðum landsins var 2,4 stigum undir meðallagi sömu tæpu 30 ára.

Skemmsta tímabil til að veðurfar geti orðið loftslag er 30 ár. Upplýsingarnar hér að ofan vita á hamfarakólnun. Til að keyra punktinn heim halda náttúruöflin áfram að sýna manninum í tvo heimana á nýju ári. Fimbulkuldi er á Norðurlöndunum.

Hvers vegna eru fjölmiðlar þöglir um yfirvofandi hamfarakólnun? Aðeins Morgunblaðið birtir upplýsingarnar, en setur þær ekki í samhengi við þann möguleika að Norðurlönd, Ísland meðtalið, verði óbyggileg sökum kulda. Aðrir fjölmiðlar þegja. En komi hitabylgja í júlí eru stórar fyrirsagnir um að hnattræn hlýnun sé á góðri leið með að gera jarðkringluna óhæfa til mannlífs.

Jú, ástæðan er að fjölmiðlar, almennt og yfirleitt, eru í helgreipum hamfarasinna sem trúa á guðspjallið um að manngert veðurfar sé á hraðri leið að gera jörðina óbyggilega. Okkur er að hlýna til helvítis, er viðkvæðið.

Guðspjallið er bull, ergelsi og firra.

Það er hvorki að hlýna né kólna. Loftslagið er stöðugt, þótt frávik séu frá degi til dags, mánuði til mánaðar og ári til árs.

Hvernig vitum við það?

Jú, það eru til nákvæmar mælingar á hita lofthjúps jarðar frá 1979. Mælingarnar eru frá gervihnöttum. Loftslagsvísindamaðurinn Roy Spencer heldur úti síðu sem endurnýjar mánaðarlega mæliseríuna frá 1979. Hann gerir upp nýliðið ár með þessari fyrirsögn:

2023 var hlýjasta árið í 45 ára sögu gervihnattamælinga

Ha? Er þá ekki að fara til helvítis? Nei, einmitt ekki. Dagar, vikur, mánuðir og ár setja met, bæði í kulda og hita. Í loftslagsumræðu skipta tímabil öllu máli, hita-/kuldamet eru fullkomið aukaatriði. Breytingar yfir langan tíma eru aðalatriðið. Í samantekt Spencer er þetta kjarni málsins:

Frávik frá meðalhita áranna 1979-2023, samkvæmt gervihnattamælingum, eru 0,14 stig á áratug.

Þetta þýðir að á einni öld, 100 árum, hlýnar um 1,4 stig. Það er vísbending um stöðugt loftslag jarðkringlunnar. Ekkert að óttast, hvorki kulda né hita.

Staðreyndir og samhengi þeirra skipta máli í loftslagsumræðunni. Látum ekki trúarofstæki villa okkur sýn. Loftslag er stöðugt. Heimsendaspár um manngert veður eru rangar. Punktur.

Skildu eftir skilaboð