Gústaf Skúlason skrifar:
Hamfarahlýnun og heimsendir. Græni guðinn sem bjargar öllum. Þannig hljóma tónar loftslagsenglanna. En fyrir ferðalanga í almenningssamgöngum í Osló er ferðum rafmagnsstrætó aflýst. Rafmagnið gengur ekki upp í kuldanum, þegar þarf að halda hita á farþegum samtímis sem keyra á strætó á rafmagni. Ferðirnar verða svo stuttar að aflýsa verður þeim á endanum. Lausnin? Gömlu góðu dísilvagnarnir. Ekkert vandamál þar. Dísillinn bjargar Norðmönnum og allar grænu fjárfestingarnar fara á ruslahaug sögunnar, þar sem þær eiga heima.
Norskir fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur sagt frá miklum vandræðum í almenningssamgöngum í Ósló. Vandamálin eru vegna þess að borgin hefur fjárfest mikið í rafknúnum strætisvögnum – hæfni þeirra minnkar mjög í vetrarkuldanum.
Fyrirtækið Ruter, sem heldur utan um almenningssamgöngur í Ósló, ætlaði að vera með rafbíla á öllum leiðum borgarinnar. En rafmagnsstrætisvagnarnir frá Solaris geta bara keyrt 140 kílómetra.
Núna viðurkennir Cathrine Myhren-Haugen hjá Ruter, að rafknúnu vagnarnir virki ekkert sérlega vel í kuldanum. Hún segir í viðtali við TV2:
„Það er kuldinn sem gerir það að verkum að rafbílar geta ekki keyrt eins langt og venjulega. Strætisvagnarnir verða hraðar rafmagnslausir. Við skráum það sem gerist dag frá degi og svo verðum við að finna út, hvernig hægt er að gera þetta betur í framtíðinni.“
Ruter neyðast þess vegna að taka í notkun vagna sem keyra á dísil til að bjarga almenningssamgöngunum. TV2 greindi frá því á mánudag að meira en 350 brottförum hafi verið aflýst í norsku höfuðborginni. Græna undrið er orðið að viðundri.
2 Comments on “Rafmagnsstrætó stopp í Osló – Dísil það eina sem dugar”
Er þá ekki bara minnsta mál að hita plánetuna svolítið upp?
Svona eru rafmagnsvagnar mikið plat, í RVK þarf sífellt að skipta vögunum út því þeir fara duga bara 5-6klst í senn! Og miðstöðin er hituð með díseli!