Þúsundir fallegra ísrósa mynduðust í kuldanum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Í kuldanum á Norðurlöndum undanfarið myndast falleg veðurafbrigði sem hvorki ímynduð hamfarahlýnun né grænir trúarpostular fá ráðið við. Til dæmis má sjá fallegar ísrósir í Partille í Svíþjóð (mynd skjáskot SVT).

Emelie Mellberg, sem sá ísrósirnar í gönguferð segir þær ótrúlega fallegar.

„Það lítur út eins og einhver hafi kastað út bómullarkúlum. Ég hélt að þær yrðu harðar, en þvert á móti eru þær mjúkar og falla í sundur þegar maður snertir þær“

Tora Tomasdottir veðurfræðingur SVT útskýrir að „ísrósir eru fyrirbæri sem myndast á yfirborði íssins við mikinn kulda.“ Litlir dropar úr vatninu ná upp á yfirborð íssins og vatnsgufan sem myndast frýs og skapar rósirnar.

„Hugsið ykkur að einfaldur hlutur eins og vatn getur skapað svona ótrúlega fallegt listaverk.“

Önnur falleg náttúrufyrirbæri sem loftslagspostulunum tekst ekki að granda eru til dæmis skýjabrigði eins og perluský, geislabaugur og svo ísrif sem myndast kringum vötn í miklum kulda sbr. myndirnar að neðan.

Ísrif (skjáskot SVT).

Perluský (skjáskot SVT).

Geislabaugur með þremur sólum (skjáskot SVT).

Skildu eftir skilaboð