Gústaf Skúlason skrifar:
Frönsku bændurnir halda áfram mótmælum sínum gegn stjórnvöldum og verða sífellt harðari í aðgerðum sínum. Nú hefur það gerst sem stjórnmálamennirnir óttuðust mest af öllu: Verið er að loka París.
Á föstudaginn safnaðist mikill hópur franskra bænda fyrir utan París, höfuðborg Frakklands. Með dráttarvélum og landbúnaðarvélum hafa bændur þegar lokað þjóðvegum sem tengja París við borgina Lille og belgísku landamærin, segir í frétt Reuters. Bóndinn Matteo Legrand sagði skv. Reuters:
„Við munum fara inn í París til að sýna reiði okkar og óánægju.“
Ótti stjórnmálamanna að rætast
Samtímis hefur álíka farartálmum verið komið upp í stórum borgum eins og Lyon, Carbonne og Arras, segir í frétt Le Monde.
Þetta er einmitt það sem frönsku ráðamenn hafa óttast. Á fimmtudaginn greindi Frihetsnytt frá því að Gabriel Attal forsætisráðherra hafi kallað saman nokkra ráðherra á kreppufund. Eitt af því sem rætt var um var hvernig ætti að bregðast við ef bændur lokuðu París.
Verkalýðsfélagið FNSEA1 skrifar á X (sjá að neðan), að 72.000 bændur og 41.000 dráttarvélar hafi tekið þátt í aðgerðum víðs vegar um Frakkland. M.a. hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan bústað Emmanuel Macron forseta klukkan í sveitarfélaginu Le Touquet, segir í frétt Le Figaro.
Hér að neðan má sjá skrif og myndskeið um málið:
Réseaux #FNSEA - @JeunesAgri toujours en action ! #OnMarcheSurLaTete : La mobilisation s’amplifie : 85 départements en action avec plus de 41.000 tracteurs et plus de 72.000 agriculteurs mobilisés !
Bravo à nous tous ! 🚜📣 pic.twitter.com/ehjnGHmDNA— La FNSEA (@FNSEA) January 26, 2024
Autoroute A10 vers Saint Arnoult en Yvelines : une marée de tracteurs ! pic.twitter.com/OHqLNreDnE
— Mazure Benoit (@MazureBenoit) January 26, 2024
France 🇫🇷
The protesting farmers are moving towards Paris to cause a major tractor blockade.
Farmers’ protests are occurring in huge numbers right across Europe but still they are only receiving limited media coverage rather than headline news.pic.twitter.com/nuamWXDnJS— James Melville 🚜 (@JamesMelville) January 26, 2024
https://t.co/CUlK0avOmp
— Jim Ferguson (@JimFergusonUK) January 26, 2024
Breaking News: The Siege of Paris is underway.
Paris under siege.
Massive forward deployments of Tractors have been seen entering Paris with Thousands more on the way.
There are also reports that many thousands of French Nationals are coming to support… pic.twitter.com/TNAgANlxmR
One Comment on “Umsátur bænda um París er hafin”
Sem betur fer eru fleiri og fleiri farnir að skilja hvað valdaelítan ætlar sér: alræðisvald. Fólk þarf að berjast gegn þeim, mótmæla áróðri þeirra, vakna af værum blundi.