Google tapaði 70 milljörðum dollara á gervigreind rétttrúnaðarins

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Móðurfyrirtæki Google tapaði 70 milljörðum dollara – jafnvirði næstum 10 billjónum íslenskra króna – af markaðsvirði sínu á einum degi. Kemur eignahrunið í kjölfar hneykslismálsins varðandi rasíska gervigreind netrisans sem telur hvíta óheppilega staðalímynd og segir betra að jörðin farist í kjarnorkustríði en að kyngreina einhverja persónu vitlaust. New York Post greinir frá.

Gervigreindarþjónustu Google sem hlaut nafnið Gemini var nýlega hleypt af stokkunum. Kom fljótlega í ljós, að hún var svo pólitískt rétttrúuð og með þvílíkt umpólað kynþáttahatur, að hún neitaði að sýna hvítt fólk. Vegna hinnar neikvæðu athygli sem Gemini hefur fengið valdi Google að slökkva á gervigreindinni á meðan verið væri að laga vandann.

En allt kom fyrir ekki. Hneykslismálið hafði greinileg áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Á mánudaginn, sem var fyrsti viðskiptadagurinn eftir hneykslanlegar fyrirsagnir helgarinnar, þá lækkuðu hlutabréfin í móðurfyrirtæki Google, Alphabet, um 4,4%.

Áfallið fyrir hina and-hvítu gerviveru Gemini gæti ýtt undir áhyggjur almennings af því, að Google sé „óáreiðanleg uppspretta gervigreindar“ að sögn Melius Research sérfræðings Ben Reitzes. Sendi hann frá sér ummælin í tilkynningu til fjárfesta. Þriðjudagurinn varð heldur enginn gleðidagur fyrir Gemini sem núna getur ekki talað vegna hræðslukasts eigenda Google.​

Áður en Gemini var þögguð – tímabundið, þá sagði hún að víkingar væru af afríkönskum uppruna sbr X að neðan:

One Comment on “Google tapaði 70 milljörðum dollara á gervigreind rétttrúnaðarins”

Skildu eftir skilaboð