Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmir hvort Trump sé sekur um valdaránstilræði 6. janúar 2021

frettinDómsmál, Erlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur fyrir mál sem ræður úrslitum um möguleika Trumps til að bjóða sig til embættis forseta í komandi forsetakosningunum. Enn eitt ríkið hefur ákveðið að fjarlægja nafn hans af kjörseðlum í næstu kosningum. Reynt er að klína því á Trump, að hann standi að baki valdaránstilraun, þegar mótmæli fóru úr böndunum við þinghúsið 6. janúar 2021.

Andstæðingar Donald Trumps í djúpríkinu svo kallaða, gera allt til að hindra að Trump verði endurkosinn forseti Bandaríkjanna. Glóbalistarnir lýsa því yfir sem dómsdegi velji bandaríska þjóðin hann sem forseta að nýju. Hafa þeir sett í gang ótal ákæra án nokkurs málefnalegs grunns og er sumum þeirra aflokið með sigri Trumps. Önnur eru í gangi og eitt þeirra sem varðar hvort hann megi bjóða sig fram til forseta verður tekið fyrir af Hæstarétti Bandaríkjanna 22. apríl næst komandi.

Ásakaður um „uppreisn gegn ríkinu“

Trump er sakaður um að hafa framið uppreisn gegn ríkinu þegar hann mótmælti úrslitum kosninganna 2020. Er hann sagður hafa skipulagt árás stuðningsmanna sinna til að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar 2021, þegar Joe Biden forseta var settur í embætti. Þar af leiðandi getur hann ekki boðið sig fram til embættis forseta samkvæmt stjórnarskránni. Trump ber við friðhelgi forsetans samkvæmt stjórnarskránni, þar sem hann var í embætti forseta þann 6. janúar.

Hann hafnar öllum ásökunum um að hann hafi gert valdaránstilraun og viðheldur rétti sínum og allra annarra Bandaríkjamanna að mega efast um kosningakerfið í Bandaríkjunum. Demókratar í Colorado- og Maine-ríkin og núna einnig Illinois hafa hafa ákveðið að svipta kjósendur ríkja sinna réttinum að kjósa Trump með því að banna nafn hans á atkvæðaseðlinum. Síðast gerðu þeir hið sama við Abraham Lincoln í þrælastríðinu í Bandaríkjunum.

Dómur Hæstiréttar gæti komið fyrir lok júní

Núna hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna ákveðið að taka málið fyrir og rannsaka, hvort friðhelgi forsetans samkvæmt stjórnarskránni gildi um Trump þann 6. janúar 2021. Samkvæmt The Washington Post verður málið tekið fyrir þann 22. apríl og úrskurður verið kveðinn upp fyrir lok júní, að sögn Associated Press (AP).

Illinois ríkið er það þriðja sem einhliða ákveður að Trump megi ekki bjóða sig fram í opinbert embætti. Dómari í Illinois hefur ákveðið, að Trump megi ekki bjóða sig fram í prófkjörinu 19. mars, að því er The New York Times greinir frá. Niðurstaðan í Illinois setur þrýsting á Hæstarétt að komast að niðurstöðu eins fljótt og auðið er, svo að það hafi ekki áhrif á kosningaferlið.

Skildu eftir skilaboð