Gústaf Skúlason skrifar:
Á ráðstefnu íhaldsmanna í Maryland veittist Nayib Bukele, forseti El Salvador, harðlega að glóbalistanum og fjármálahrægamminum George Soros og þau miklu áhrif sem hann hefur stjórnmálaákvarðanir og lagasetningu.
Bukele spurði:
„Hvað réttlætir það, að hann fái að vera með slíka stefnu? Hver kaus Soros til að ákveða lög og opinbera stefnu?“
Vinstri fjölmiðlar og stjórnmál styðja glæpastarfsemi Soros
Bukele hefur lengi gagnrýnt ungverska trilljarðamæringinn harðlega. Bukele bendir á, að stofnun Soros„Open Society Foundation“ vinni að pólitískri stefnuskrá vinstri manna í El Salvador. Vinstri fjölmiðlar fá styrki greidda af Soros og halda uppi meðvituðum rógburðsherferðum gegn Bukele. Hann segir:
„Í öllum löndum Suður-Ameríku fá fjölmiðlar og „blaðamenn“ greidda peninga af Soros. Í rauninni eru þetta ekki blaðamenn, þetta eru pólitískir aðgerðasinnar með skilgreinda og rangsnúna alþjóðlega dagskrá.“
Frumkvöðullinn Elon Musk hefur áður gagnrýnt Soros fyrir að beita áhrifum sínum til að hafa áhrif á skipun bandarískra héraðssaksóknara. Segir Musk að við það hafi glæpaástandið í Bandaríkjunum versnað. Bandarískum stjórnmálum og öllu þjóðfélaginu er beint í neikvæðan farveg.
Glóbalistar að baki vaxandi glæpastarfsemi í borgum Bandaríkjanna
Bukele veittist að glóbalistunum sem ógnvekjandi óvini með valdi á fjölmiðlum og stjórnmálum. Segir hann glóbalista standa að baki vaxandi glæpastarfsemi í mörgum borgum Bandaríkjanna sem hafi breyst í daglegan vettvang glæpa og eiturlyfja:
„Hversu mörg ungmenni hafa ekki farið forgörðum á götum Fíladelfíu eða San Francisco vegna fentanýls? Getið þið ímyndað ykkur, hvernig ástandið verður eftir 5, 10, 15 ár?
Bukele hefur aflað sér vinsælda í El Salvador með því að sýna glæpahópunum fulla hörku. Hann telur að ef yfirvöld í Bandaríkjunum bregðast ekki hratt við, þá gæti það bráðum verið orðið of seint.
Glóbalistarnir hata lýðræðislega kjörna fulltrúa sem berjast gegn glæpahópunum
Bukele hvetur Bandaríkin til að fjarlægja „spillta dómara og saksóknara“ og benti á reynsluna frá El Salvador. Það hefðu slíkir verið mikið vandamál, vegna þess að þeir hefðu haft þann sið að láta lögin ekki ná jafnt yfir meðlimi glæpahópanna eins og aðra Hann fullyrðir að elíta glóbalismans hafi verið sigruð í El Salvador sem sé núna orðið að einu öruggasta landinu á vesturhveli jarðar:
„Alþjóðlega elítan hatar velgengni okkar og þegar við erum við völd. Stofnanir okkar voru skapaðar til að þjóna fólkinu en ekki öfugt.“
Hlýða má á forseta El Salvador á myndskeiðinu hér að neðan: