Geir Ágústsson skrifar:
Ég les í fréttum að ýmsir á Íslandi eigi núna í vandræðum með að finna leigubíl þar sem leigubílstjórinn er hvorki ofbeldismaður né nauðgari.
Þetta er vel þekkt vandamál í Danmörku. Kannski minna í dag en áður svo því sé haldið til haga. Í Danmörku eru flestir flokkar orðnir þjóðarflokkar. Á Íslandi eru þeir í minnihluta.
En hvað er til ráða ef þú vilt leigubíl og vilt um leið lágmarka líkurnar á að bílstjórinn sé ofbeldismaður eða nauðgari?
Danska þjóðin fann upp á lausn.
Þegar leigubíll er pantaður er hægt að biðja um H.C. Andersen leigubíl.
Þetta skilaboð, að biðja um H.C. Andersen leigubíl, gerir það að verkum að leigubíll með innfæddum, dönskum leigubílstjóra mætir á svæðið.
Það hefði systir mín betur gert fyrir 20 árum þegar hún settist upp í hefðbundinn leigubíl í Kaupmannahöfn og taldi sig allt í einu vera í hættu á örstuttum túr. Sem betur fer fór allt vel.
Kannski þurfa Íslendingar, í bili, að hugleiða svipaða orðaleiki. Kannski að biðja um Jón Jónsson leigubíl, eða Skarphéðinn Njálsson leigubíl. Hver veit.
En eitt er víst: Að þegar er til vandamál þá finnur fólk upp á lausnum þar til yfirvöld vakna til lífsins, ef það gerist þá nokkurn tímann.