Gústaf Skúlason skrifar:
Rússar munu fara sínar eigin leiðir og ekki láta fara með sig eins og þjóðir annarra landa. Vladimir Pútín skýrði frá þessu í ávarpi sínu til þjóðarinnar á fimmtudag. Rússar munu undir engum kringumstæðum leyfa nein eyðileggjandi afskipti utanaðkomandi afla í Rússlandi.
Á fimmtudag flutti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarp til þjóðarinnar. Hann ræddi meðal annars um, hvernig vestrænir leiðtogar „ljúga með tönnunum“ og hvernig Rússar standa að hans mati fyrir „hefðbundnum“ gildum.
Rússar velja lífið í stað úrkynjunar og eyðileggingar
Hann sagði:
„Við sjáum hvað er að gerast í sumum löndum, þar sem siðferðilegum viðmiðum og fjölskyldunni er vísvitandi eytt og heilum þjóðum ýtt út í eyðingu og úrkynjun. Við veljum lífið.“
„Rússland hefur verið og er enn vígi þeirra hefðbundinna gilda sem mannleg siðmenning stendur á. Meirihluti íbúa heims, þá á meðal milljónir íbúa Vesturlanda, deila afstöðu okkar.“
Vesturlönd vilja sjá deyjandi Rússland sem þeir geta gert hvað sem er við
Forseti Rússlands fullyrti, að það væru ekki Rússar sem hefðu byrjað stríðið í austurhluta Úkraínu. Rússland er í staðinn sá kraftur sem muni gera allt til að binda enda á stríðið. Að sögn Pútíns vilja valdhafar á Vesturlöndum sjá veikt og deyjandi Rússlandi, þar sem þeir geta gert hvað sem þeir vilja. Pútín sagði:
„Við munum ekki leyfa neinum að hafa afskipti af innanríkismálum okkar. Við munum ákveða okkar eigin leið og standa vörð um hefðir okkar, auk þess að leysa vandamálin út frá okkar eigin heimsmynd.“