Norska ríkisútvarpið fjallar um mútur og spillingu á landamærum Egyptalands og Gaza

frettinErlent, MúturLeave a Comment

Fólk sem vill sleppa frá Gaza verður að greiða háar fjárhæðir í mútur (kallað "samhæfingargjald") til egypsks einkafyrirtækis sem starfar við að rukka fjárhæðirnar inn á svæðinu. Einstaklingar meðal Palestínuaraba verða að greiða allt að 10.000 Bandaríkjadollara (um 1,4 milljónir ISK) til arabískra bræðra sinna Egyptalandsmegin til að eiga möguleika á að fá sæti í rútunni sem ekur yfir landamærin. Algengt er þó að fullorðnir verði að greiða 5.000 dollara og 2.500 dollara fyrir hvert barn. Fæstir eiga þessa peninga til.

Það sem kemur einnig fram í frétt Norska ríkisútvarpsins(NRK )er að sumir reyna að selja allt sem þeir eiga til að skrapa saman peningum til að múta Egyptunum. Maður sem NRK ræddi við í þessari frétt, segist hafa greitt um 200.000 þúsund norskar krónum fyrir sig og sína fjölskyldu (2,6 milljónir ISK).

Aðeins 500 fá að fara daglega úr 1,8 milljón manna hópi sem er á vergangi og það eru Egyptar sem ráða alfarið hverjir það eru. Allir eru logandi hræddir við Egyptana og þora fæstir að tala hátt um þessa mútustarfsemi af ótta við að það bitni á möguleikum þeirra til að komast undan.

Egypsk stjórnvöld harðneita að nokkur spilling eigi sér stað í þessu og hafa annars harðlokað landamærunum að Gaza með herliði og gaddavírsgirðingum og neita eins og aðrar arabaþjóðir að taka við flóttafólki frá Gaza. Inni á Gaza-svæðinu neitar Hamas síðan óbreyttum borgurum um að þeir fái að leita skjóls frá sprengjuregni og skothríð í jarðgöngunum undir Gaza.

Samtökin Solaris og sjálfboðaliðar hafa gefið út að hafa þurft að greiða álíka fjárhæðir fyrir 12 palestínumenn sem þau sóttu til Egyptalands, en hafa alfarið neitað að um mútustarfsemi sé að ræða.

Morgunblaðið greindi jafnframt nýlega frá því að söfnun Solaris samtakanna hafi verið leyfislaus.

Í umfjöllun Vísis um málið, kemur fram hjá Gunnhildi Sveinsdóttur, ein sjálfboðaliðanna að Egypsk stjórnvöld taki við greiðslunum, samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins er það rangt, það sé einkafyrirtæki sem haldi mútustarfseminni úti:

„Við erum ekki að múta, nei. Þetta er bara skrifstofa á vegum egypskra stjórnvalda sem er fyrir fjölskyldur. Það eru þarna palestínskar fjölskyldur sem fara þangað og nýta þessa þjónustu. Við fáum kvittanir fyrir þessu öllu saman og það eru engar mútugreiðslur,“ segir Gunnhildur.

Skildu eftir skilaboð