Gústaf Skúlason skrifar:
Eftir að yfirhershöfðingi Eistlands lagði til, að Úkraínu yrði heimilt að beita vestrænum vopnum á rússneskt yfirráðasvæði, þá gefa finnsk stjórnvöld núna grænt ljós á slíka notkun. Það þýðir að Úkraína má nota vopnin á skotmörk í Rússlandi.
Að sögn Yle hefur Finnland engar takmarkanir á því hvar þau vopn sem send eru til Úkraínu eru notuð. Vísað er til yfirlýsinga finnska varnarmálaráðuneytisins og formanns varnarmálanefndar þingsins.
Finnland, Svíþjóð og Eistland hervæðast fyrir komandi stríð
Andrus Merilo, verðandi yfirhershöfðingi Eistlands, hafði áður gagnrýnt vestræn ríki fyrir að takmarka notkun vopna við varnaraðgerðir á úkraínsku landsvæði. Takmörkunum hefur verið beitt til að forðast beina árekstra við Rússa. Meðal annars af Bandaríkjunum, sem sjálf vilja ekki láta draga sig inn stríðið. Samtímis hefur löndum eins og Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi verið falið meira ögrandi hlutverk. Líkt og Svíþjóð er Finnland með í áætlun Bandaríkjamanna um stríð á Eystrasalti, sem meðal annars Aftonbladet hefur sagt frá. Í því samhengi eru nýjar yfirlýsingar Finna mikilvægar.
Formaður varnarmálanefndar finnska þingsins, Jukka Kopra (NCP), leggur áherslu á að Finnland hafi ekki sett nein takmörk fyrir því hvernig Úkraína geti notað vopnin sem finnskir skattgreiðendur borga fyrir. Hann segir við Yle:
„Úkraína hefur rétt að nota þessi vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum einnig á rússneskri grundu.“
Komi til rússneskra árása ætla sænskir stjórnmálamenn að senda eina hersveit til móts við Rússa í Norður-Finnlandi og eina hersveit til Lettlands. Alls er um að ræða 10.000 Svía sem setja lífið að veði á fyrsta stigi, að sögn sænska hersins. Jonas Haggren varaaðmíráll segir við Aftonbladet:
„Það er sanngjarnt framlag frá landi af okkar stærðargráðu.“