Maðurinn er andi sem birtir sig í efni

frettinHallur Hallsson, Pistlar, Trúmál2 Comments

Hallur Hallsson skrifar:

Maðurinn er andi sem birtir sig í efni; líkama sem tengdur er Alheimsvitund. Skammtafræðin; Quantum Physics opninberaði mannkyni  atómið fyrir rúmri öld. Efni er orka sem birtist í afstæðiskenningu Alberts Einstein [1879-1955] E=mc².  Niels Bohr [1885-1962]  birti samspil kjarna atóms og rafeinda sem stökkva milli orkusviða. Werner Heisenberg [1901-1976] mótaði quantum verkfræði. Nikola Tesla [1856-1943] reisti Tesla-Turninn til þess að tengja inn á orkusvið jarðar. “Daginn sem vísindin hefja rannsóknir utan efnisheimsins, verða meiri framfarir á áratug en öldum frá því vísindaleg aðferð kom fram ... Heili minn er móttakari,“ sagði Tesla sem þekkti orkuleyndardóma Píramídans í Giza. Þaðan var ljósinu um árþúsundir varpað tvisvar á ári til Íslands, svo sem Adam Rutherford [1894-1974] leiðtogi leiðangurs bresku ríkisstjórnarinnar í Giza milli heimstyrjalda I & II sýndi fram á. Hann kom hingað 1939. Niels Finsen 1860-1904 stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1882 fékk Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1903 fyrir rannsóknir á lækningamætti ljóss; útfjólubláum geislum. “Guð er skapari efnis, tíma og rúms,“ skrifaði Gunnar Dal [1911-2011] í formála: Lögmálin Sjö um Velgengni 1996. Maðurinn er á jörðu til þess að víkka vitund sína.

Kærleikur sterkasta afl alheimsins

Lífsorkan er uppspretta sem mannkyn er tengt inn á þar sem kærleikur er sterkasta afl alheimsins. Jesús Kristur kom til jarðar til þess að veita mannkyni aðgengi að kærleikanum í formi Heilags Anda. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ sagði Jesús; kristið líf í ljósi, fyrirgefning, náungakærleikur, elskaðu óvin þinn, allir eru jafnir fyrir Guði. Lífið er gjöf Guðs til þín, mín og okkar allra. Í nýfæddu barni birtist Andinn – Sálin sem við eigum að gæta sem sjáaldurs augna okkar og  fer að lokinni lífsgöngu fyrir Drottin. Höfum við gengið götu þroska til góðs? Vestræn siðmenning hefur sótt gildi til Jesú en illska hefur stýrt mannkyni frá örófi alda. Þegar fyrrnefndar uppgötvanir sem hófu að streyma fram fyrir rúmri  öld eða svo, greip illskan inn í og fór leið efnsins. Hinir ríku og voldugu mótuðu vestræn læknavísindi í þágu eigin hagsmuna, vegferð kúgunar með lyfjarisa Big-Pharma í stafni. Plágur og styrjaldir hafa markað vestræna vegferð. Atómsprengjan var smíðuð.

Sálarlaus tilviljun

Vísindin voru hneppt í dýflissu guðleysis sem boðar að manneskjan sé sálarlaus tilviljun úr myrkrinu þar sem ekkert sé og hverfi til myrkursins, morkni og rotni.  Vísindi okkar tíðar hafa verið tekin yfir af sálarlausu guðleysi sem auðvitað er móðgun við sönn vísindi. Vestrænir læknar sölumenn lyfjarisa Big-Pharma kalla sig sérfræðinga, belgja út guðlaust kerfi sem sjúkdómsvæðir vestræn samfélög. Læknar valsa um með sprautur, læknar munda hnífa og læknar úteila kemískum pillum húsbænda sinna bein og skýr ógn við mannkyn. Vestrænir marxískir háskólar heilaþvo ung fólk ...

2 Comments on “Maðurinn er andi sem birtir sig í efni”

  1. Það geisar stríð í heiminum. Þetta er andlegt stríð, á milli þeirra sem meðtaka Sannleikann og þeirra sem afneita Sannleikanum. Sumir fullyrða að Guð sé ekki til og reyna að selja þann falsboðskap, og margir falla fyrir lyginni. Hins vegar vitnar Alheimurinn og Lífið, í allri sinni dýrð, um yfirnáttúrulegan Skapara. Og Kærleikurinn vitnar um andlegan Guð. Eða er Kærleikurinn í Sál mannsins ókeypis gjöf frá köldum efnislegum Alheimi sem varð til úr engu? Það þarf mikla trú og heimsku til að vera guðleysingi.

  2. Guðleysinginn þarf meira en heimsku, hann þarf líka að fylla sál sína af hatri gagnvart Guði og fyrirlitningu á Frelsaranum.

Skildu eftir skilaboð