Varúð! – Vindorkan var rekin með 39% árlegum halla í Svíþjóð 2017-2022

frettinErlent, Gústaf Skúlason, OrkumálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Það er með öllu óheyrilegt hversu ruglaðir í ríminu íslenskir stjórnmálamenn eru orðnir. Ef ekki með peningum, þá með gyllintali fjármálafursta til dæmis í vindorkubransanum. Gulli græni leggur fram áætlun um stórframkvæmdir vindorku á alþingi. Verði þær samþykktir, þarf íslenska þjóðin að þræla fyrir taprekstri komandi árin. Það er sagt að það sé auðveldara að eyða peningum annarra. Hér á Gulli græni fremur heima hjá Vinstri grænum en í flokki sem þykist vera sjálfstæður.

Í Svíþjóð hafa hagfræðingarnir Christian Sandström og Christian Steinbeck farið yfir og skilgreint alla ársreikninga fyrirtækja í vindorkubransanum í Svíþjóð. Þeir segja að núverandi gjaldþrot vindorkuvera sé aðeins byrjunin á hruni vindorkubransans. Á árunum 2017-2022 var tapið í bransanum 13,5 milljarðar sænskra krónur (= 180 milljarðar íslenskar krónur). Það er hrikalegur taprekstur upp á – 39%. að meðaltali öll árin. Í grein í Kvartal birta þeir Sandsröm og Steinbeck niðurstöður sínar. Hér að neðan er saxað á helstu atriðunum.


Christian Sandström, hagfræðingur, aðstoðar prófessor hjá Alþjóða verslunarskólanum í Jönköping og dósent við tækniháskólann Chalmers. Hefur skrifað bækurnar Grænar bólur og Tunglferðir og nýja iðnaðarstefnan.


Christian Steinbeck hagfræðingur, sjálfstætt starfandi sem efnahagslegur ráðgjafi fyrirtækja og stofnana.


Skilgreining hagfræðinganna:

– Segja má að stöðvun kjarnorkuvera og stækkun vindorku undanfarin 15 ár séu dæmi um stóriðjustefnu í formi „græns samnings“ þar sem ríkið leiðir stefnu í umskiptum samfélagsins. Það þarf að fara yfir þessa endurreisn iðnaðarstefnunnar. Fyrir viku kom út bók með nafninu Tunglferðir og nýja iðnaðarstefnan „Moonshots and the new industry policy“ (Springer international 2024), þar sem 23 vísindamenn frá mismunandi heimshlutum athuga endurkomu iðnaðarstefnunnar.

Fyrir tæpu ári hófum við slíka athugun þegar við skrifuðum í Kvartal um arðsemi sænskrar vindorku. Í greininni Vindorka – græn bóla eða svarthol? lögðum við fram gögn sem bentu til arðsemisvanda í greininni – þrátt fyrir að vindorkan hafi fengið umtalsverðan stuðning bæði í formi raforkuvottorðs og að hún þurfi ekki að bera kostnað sem skapast í raforkukerfinu eða vegna lækkunar fasteignaverðs í nágrenni mannvirkjanna.

Eftir það hafa áhyggjur okkar sannast. Stærsta vindorkuver Svíþjóðar og Evrópu, Markbygden Ett (179 vindmyllur), fyrir utan Piteå, sótti um gjaldstöðvun í október 2023. Þar sem Markbygden var fordæmisgefandi verkefni fyrir bæði geirann og leiðandi sænska stjórnmálamenn er þetta ámælisvert og ætti að leiða til umhugsunar. Mörg önnur vindorkuver í kínverskri eigu eru meira og minna gjaldþrota.

Aldermayrberget vindorkufyrirtækið fyrir utan Skellefteå var einnig sett í greiðslustöðvun í desember 2023, rúmu ári eftir að stöðin var vígð. Ef sænska vindorkan er rekin með miklum halla, þá eru þetta mikilvægar upplýsingar – bæði fyrir aðila iðnaðarins, stjórnmálamenn, fjárfesta og fulltrúa atvinnulífsins.

Ársskýrslurnar varpa ljósi á ástandið

Í þessari grein kynnum við víðtækari og dýpri greiningu á efnahagsrekstri sænska vindorkuiðnaðarins. Með aðgangi að fyrirtækjagögnum um öll vindorkufyrirtæki sem hófu starfsemi eftir 2010, þá er hægt að svara nokkrum áhugaverðum spurningum:

  • Hvernig standa sænsk vindorkufyrirtæki sig?
  • Eru eldri fyrirtæki meira eða minna arðbær?
  • Er arðsemi meiri hjá stærri vindorkufyrirtækjum?
  • Hvernig er arðsemin miðað við mismunandi landshluta?
  • Hversu hátt hlutfall af sænskri vindorku er gjaldþrota?

Gögnin okkar eru byggð á öllum 210 vindorkugörðum með samtals 3.393 vindmyllum í Svíþjóð. Gagnasafnið nær yfir fyrirtækin sem hófu starfsemi frá 2010 og áfram. Við höfum ekki tekið með 43 fyrirtæki með 410 vindmyllum vegna eftirfarandi þriggja ástæðna:

  • Þau eru í eigu bænda sem reka sjálfseignarfyrirtæki og því vantar ársskýrslur.
  • Sveitarfélög og nokkrir einkaaðilar eru með mismunandi starfsemi í sama fyrirtækinu sem gerir erfitt að greina þau.
  • Meirihluti þessara fyrirtækja eru sjaldan með meira en þrjár vindmyllur.

Með skoðun á ársskýrslum fyrirtækjanna höfum við tekið saman gögn varðandi þau 167 vindorkufyrirtæki sem eftir eru með samtals 2.983 vindmyllur fyrir árin 2017–2022.

„Tapið hefur verið á bilinu 19–90% af veltunni árin 2017–2022.“

Gagnagrunnurinn inniheldur meðal annars helstu tölur um veltu, hagnað eftir fjármagnsliði, eignir, skuldir, vaxtakostnað og annan kostnað. Einnig er að finna nokkrar raðir með upplýsingum um eigendur, ársframleiðslu ásamt öðru.

Afrakstur vindorkuiðnaðarins 2017-2022

Alls framleiddu og seldu þau 167 vindorkuver sem við skoðuðum raforku fyrir 34,4 milljarða sænskra króna. Kostnaðurinn nemur hins vegar 47,9 milljörðum sænskra króna, sem þýðir að iðnaðurinn tapaði samtals 13,5 milljörðum sænskra króna á þessum árum. Þetta þýðir að tapið sem hlutfall af veltu er 39,2%. Vindorkuiðnaðurinn hefur ekki skilað neinum hagnaði á neinu af þessum árum. (Allar tölur í gröfum eru sænskar krónur):

Tapið stafar einfaldlega af því að þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur getur iðnaðurinn ekki framleitt raforku á kostnaði sem er lægri en markaðsverðið. Þrátt fyrir þessar tölur sem myndu leiða til niðurlagningar alls annars iðnaðar, þá hefur fjárfestingarhlutfallið haldist mjög hátt. Bókfærðar eignir hafa hækkað úr 32 í 102 milljarða sænskra króna á árunum 2017–2022:

Meðfylgjandi mynd sýnir afkomu vindorkuvera eftir árin 2017–2022, bæði í heildarfjárhæðum og sem hlutfalli af veltu. Tapið hefur verið á bilinu 19–90% af veltu árin 2017–2022. Með öðrum orðum, þá eru bestu árin hvergi nálægt því að skila hagnaði:

Tapið er svo mikið, að það er varla hægt að ímynda sér það. Við fórum mörgum sinnum yfir tölurnar til að tryggja, að við höfum ekki lesið rangt. Hér að neðan höfum við sett inn tvö dæmi úr ársskýrslum sem sýna hversu illa það getur litið út í sumum tilfellum. Fyrsta dæmið kemur frá Vindkraft i Ytterberg AB þar sem tapið á árinu 2017 er fimmfalt meira en veltan.

Næsta dæmi er frá Vindkraft Sidensjö AB:

Skila eldri vindorkuver hagnaði?

Ein ástæða fyrir tekjuskortinum gæti verið sú, að greinin hafi vaxið mjög hratt. Ef stöðugt er ráðist í nýjar fjárfestingar á hverju ári geta þær verið óarðbærar í byrjun. Það þýddi að greinin sé óarðbær að meðaltali á meðan eldri og rótgrónu fyrirtækin geta í raun verið arðbær.

Hvort svo er eða ekki, þá má reyna það með því að bera saman arðsemi eldri vindorkuvera og þeirra sem nýlega hafa verið teknar í notkun. Ef arðsemin er meiri hjá þeim vindorkufyrirtækjum sem stofnuð voru í upphafi tímabilsins 2010–2021 þá væri þessi tilgáta rétt. Við höfum valið að taka ekki með mannvirki sem voru tekin í notkun árið 2022, vegna þess að þau hafa ekki verið í rekstri allt árið 2022.

Á myndinni hér að neðan má sjá meðaltalsafkomuna sama ár og vindorkufyrirtækin hófu störf. Eins og við sjáum, þá er enginn marktækur munur á afkomu eldri og yngri fyrirtækja. Á þessum árum hefur hvert vindorkuver að meðaltali tapað 42 aurum hverri krónu sem kom í tekjur af seldri raforku.

Í töflunni hér að ofan mætti ​​halda að ákjósanleg stærð vindorkuvera sé 21–30 vindmyllur og að vindmyllugarður megi ekki vera of stórir. En eins og við munum sjá síðar er niðurstaðan tengd því hvar fyrirtækin eru staðsett frekar en stærð þeirra. Vindorkuverin hafa engan starfsmannakostnað, höfuðstöðvar eða annan kostnað sem þarf að dreifa á framleiðslumagnið og þar með er stærðarhagkvæmnin í raun takmörkuð….

Rétt eins og sjómenn á seglskipum þurftu að biðja til æðri máttarvalda svo það færi að blása, þá geta vindmyllur aðeins beðið eftir þar til rétti vindurinn kemur. Maðurinn getur ekki stjórnað veðuröflunum.

Hvaða áhrif hafa kínversku vindorkufyrirtækin fyrir bransann?

Aðeins ein af hverjum fimm (648) af þeim vindmyllum sem við skoðuðum hefur sænska eigendur. Önnur vindorkuver er í eigu útlendinga. Þrátt fyrir að kínverska ríkið sé stærsti eigandi vindorku í Svíþjóð, á það aðeins 390 (13%) af þeim vindmyllugörðum sem við skoðuðum.

Af þeim 13,5 milljörðum króna sem iðnaðurinn hefur tapað á þessum árum standa vindorkuver í eigu Kínverja fyrir 3,1 milljarði króna tapi, sem er varla fjórðungur. Kínversku fjárfestarnir hafa eins og svo margir aðrir, byggt fjárfestingarútreikninga sína á vindkortagerð Svíþjóðar sem sænska orkustofnunin lét gera. Þegar þú sérð mikið tap vindorkufyrirtækjanna er ástæða til að spyrja hversu nákvæm þessi vindkortlagning er.

Óhaldbær orkugrein

Samkvæmt hlutafélagalögum má fyrirtæki ekki tapa meira en helmingi af eigin fé sínu án þess að eigendur leggi til meira fé eða að fyrirtækið verði gjaldþrota. Í töflunni hér að neðan má sjá hversu mikið af eigin fé var notað á hverju ári.

Að undanskildum nokkrum vindorkufyrirtækjum í syðstu Svíþjóð sem hafa vind undir vængjunum á undanförnum árum, þá tapar allur vindorkuiðnaðurinn. Framlög hluthafa hafa verið mjög mikil á þessum árum. En hvað gerist þann dag, þegar flestir erlendir eigendur eru ekki lengur tilbúnir til að leggja fram meira fé?

Stækkun vindorku í Svíþjóð hefur haldist í hendur við stöðvun kjarnorku. Þessi breyting á orkublöndunni hefur verið knúin áfram af pólitískum ákvörðunum. Hjá sænskum stjórnmálamönnum virðist aðalforgangsmálið hafa verið að auka vindorkuna með hraði, sem virðist hafa leitt til þess að vindorkuiðnaðurinn var skapaður án þess að geta staðið á eigin fótum…

Þriðja ástæðan sem við viljum draga fram snýr að því hvernig vindorka étur upp sig sjálf. Eftir því sem hlutur vindorku í orkublöndunni hefur vaxið ræðst raforkuverðið einnig í meira mæli af því hversu mikið það blæs. Veikir vindar þýðir hátt raforkuverð en þá geta vindorkufyrirtæki ekki útvegað rafmagn einmitt vegna þess að það vantar vind. Aftur á móti, þegar það er hvasst þá geta vindorkufyrirtæki selt raforku. Þá er verðið lágt, einmitt vegna þess að það er mjög hvasst og offramboð er á raforku á markaðnum. Það er erfitt að sjá neina lausn á þessum vanda.

Stórtap er regla frekar en undantekning

Hröð, pólitískt forgangsröðun vindorku í Svíþjóð hefur gert það að verkum að vindorkuiðnaðurinn er í dag mjög óarðbær. Meðaltap eftir fjármagnsliði er upp á 39% á árunum 2017–2022. Heildartap upp á 13,5 milljarða sænskra króna segir sitt. Við sjáum takmarkaða stærðarhagkvæmni, við sjáum ekki að eldri fyrirtæki séu arðbærari þótt að afskriftir þyngi ekki lengur reksturinn.

Ljóst er að arðsemisvandamálin eru sérstaklega mikil á Norrlandi en þau eru ekki einungis bundin við þetta svæði eða vindorkuvera í eigu kínverska ríkisins. Mikið tap er regla fremur en undantekning og þær fáu verksmiðjur í Suður-Svíþjóð sem eru í raun arðbærar teljast til undantekninga.

Tilgangur þessarar greinar er ekki að gagnrýna vindorku sem orkuform. Ekki er heldur stefnt að því að koma með nákvæma greiningu á því hvers vegna arðsemi er takmörkuð. Markmiðið hefur verið að lýsa fjárhag fyrirtækjanna sem eiga vindmyllur í Svíþjóð. Allar upplýsingar eru byggðar á opinberum gögnum eins og ársskýrslum. Öllum er frjálst að vísa til rannsóknar okkar eða gera sína eigin greiningu.

Christian Sandström och Christian Steinbeck, hagfræðingar

Skildu eftir skilaboð