Gústaf Skúlason skrifar:
13. þáttur Heimsmálanna með þeim Margréti Friðriksdóttir, Fréttin.is og Gústafi Skúlasyni var hljóðritaður í dag. Helstu málin voru alda sprengjuódæða í Svíþjóð, þar sem Gústaf býr sem eru farin að þjaka sænsku þjóðarsálina. Einnig var farið yfir úttekt hagfræðinga á vindorkuiðnaðinum í Svíþjóð sem rekinn er með bullandi tapi. Þá var rætt um hina nýju heimsskipun sem er að vaxa fram. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir yfirráðum Vesturlanda lokið.
Gústafi er brugðið eftir þá flóðbylgju sprenginga við fjölbýlishús í Stokkhólmi, Gautaborg, Linköping og Lidingö sem hafa átt sér stað undanfarna daga.
Hryðjuverk í Svíþjóð
Líkir hann þessu við hryðjuverk en 6 slík hafa dunið yfir á þremur dögum. Margrét ræddi um innflytjendamálin á Íslandi en yfirmenn landsins líta til Svíþjóðar sem eitt af fyrirmyndarríkjum Íslands. Svo ekki er von á góðu. Góðir innflytjendur fá slæmt orð að ósekju vegna innfluttra glæpamanna sem gera öllum lífið leitt. Uppgjöf Svía má sjá í orðum varalögreglustjóra í suður Stokkhólmi sem tilkynnti að sprengingarnar væru „hið nýja eðlilega ástand í Svíþjóð.“
RÚV ósátt við niðurstöðu hlustenda um sigurvegara sönglagakeppninnar
Margrét tók sem dæmi nýafstaðna sönglagakeppni RÚV en þar valdi þjóðin annan fulltrúa en stjórnendur keppninnar vildu að sigraði. Virðast heitar umræður vera um það mál og réttast að loka RÚV sem er svo afvegaleidd stofnun frá upprunalegu markmiði sínu. Ræddu þau Margrét og Gústaf um takmarkanir rétttrúnaðarblaðamennsku og að ýmsir hefðu stigið fram úr ranni megin fjölmiðla og upplýst að ritskoðun væri gildandi og fengu blaðamenn því ekki að sinna störfum sínum eins og gerlegt er. Þess vegna er þörf á fréttamiðlum eins og Fréttin.is og öðrum sem halda heiðri og frelsi blaðamanna á lofti.
Yfirráðum Vesturlanda er lokið
Ræddu þau um hina nýju heimsskipun sem er í sköpun með tilvísun til Viktor Orbán sem segir að yfirráðum Vesturlanda sé lokið. Stríðsæsingur glóbalista er í algleymingi, ekkert annað virðist komast að en að fara í stríð við Rússland. Kosningar til ESB-þingsins eru í júní n.k. og það sem framkvæmdastjórnin óttast mest er að fleiri ESB-þingmenn komi inn sem sjá í gegnum lygar glóbalistanna eins og grænu lygina um að jörðin muni tortímast ef ekki er farið eftir skipunum glóbalistanna. Er ESB á fullu að eyðileggja þjóðríki og efnahag aðildarríkjanna eins og t.d. mótmæli bænda sanna.
Glóbalistarnir fá ekki að eyðileggja fallegan dag jarðarbúa
Bændur hafa tugþúsundum saman, hundruðum þúsundum saman í Evrópu og annars staðar mótmælt grænu geðveikinni sem er að koma landbúnaðinum í gröfina. Í Póllandi hefur landið lamast eftir að Donald Tusk beitti lögreglunni gegn bændum í mótmælum við þinghúsið. Í Frakklandi hafa bændur gefið til kynna áframhaldandi mótmæla þar til valdhafar sýna í verki að hægt sé að taka mark á orðum þeirra.
Þótt glóbalistarnir reyni að eyðileggja fallegan dag jarðarbúa, þá er engin ástæða til að leyfa þeim að gera það.