Tólf fluttir á sjúkrahús eftir hryðjuverk í Stokkhólmi – tvö sprengjuódæði til viðbótar í Gautaborg

frettinErlent1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Sprengjuhryðjuverk glæpamanna í Svíþjóð blómstrar um þessar mundir og tekst þeim að slasa, hrella og flæma fólk úr íbúðum sínum í Stokkhólmi og Gautaborg. Heldur þetta áfram með sama krafti leitar hugurinn að styrjöld í landinu. Varla hafði rykið lagt sig eftir sprengjuódæðin í Farsta og Lidingö í Stokkhólmi mánudagskvöld og þriðjudagsmorgunn fyrr en nýtt hryðjuverk var framið – einnig í Farsta þriðjudagskvöld. Samkvæmt Frjálsum tímum fóru 12 manns á sjúkrahús til rannsóknar eftir ódæðið en lögreglan segir engan alvarlega særðan. Síðan komu tvö sprengjuódæði til viðbótar miðvikudagsnótt í Gautaborg. Þar var sprengt við tvö fjölbýlishús á sömu götu með stuttu millibili.

Íbúar fjölbýlishússins í Farsta Strand voru fluttir burt vegna hættu á hruni hússins. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist í fleiri kílómetra fjarlægð og þrýstingurinn leitaði úr frá sprengistað til fleiri stigaganga í húsinu og tilnærliggjandi húsa. Kirkjan á Farsta Strand skaut skjólshúsi yfir íbúa á flótta í nótt á meðan yfirvöld og fasteignafélagið finna nýtt húsnæði fyrir íbúana. Um er að ræða barnafjölskyldur og venjulegt fólk sem verður fyrir verulegu álagi vegna heimilisleysis.

Tvö sprengju hryðjuverk framin í Gautaborg aðfaranótt miðvikudags

Um hálf tvö-leytið síðustu nótt var svo aftur sprengjuhryðjuverk á tveimur stöðum í Västra Frölunda, Gautaborg.

Skotárásir samkvæmt venju:

Skotárás í Tensta í norður Stokkhólmi

Vopnaður maður á kaffistofu í Bandhagen suður Stokkhólmi

One Comment on “Tólf fluttir á sjúkrahús eftir hryðjuverk í Stokkhólmi – tvö sprengjuódæði til viðbótar í Gautaborg”

Skildu eftir skilaboð