Írar greiða þjóðaratkvæði um „kynlausa stjórnarskrá“

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Stjórnmál1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars og hvað er þá mikilvægara en að útiloka kvenkynið úr opinberum stjórnunartextum? Írskir kjósendur ganga til þjóðaratkvæðis í dag til að ákveða tvær mikilvægar stjórnarskrárbreytingar. Breytingarnar varða hugtök eins og „fjölskylda,“ „kona“ og „móðir“sem og „hlutverk kvenna og mæðra í samfélaginu.“

Írskir kjósendur ganga til mikilvægra kosninga á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Íbúar landsins greiða atkvæði um breytingar á stjórnarskrá Írlands. Tvær breytingartillögur eru á kjörseðlinum.

Grein 39 miðar að því að taka tillit til mismunandi skipulags fjölskyldunnar með því að víkka skilgreininguna á hugtakinu „fjölskylda.“ Á fjölskylda núna að ná bæði yfir hjónaband og „varanleg sambönd.“ Í 40. grein er lögð áhersla á hlutverk kvenna/mæðra í samfélaginu. Yfirgripsmiklar tillögur sem hafa hrundið af stað miklum umræðum um „innpökkun rétttrúnaðarins“ og víðtækum afleiðingum þess.

Kjósendur eru spurðir hvort þeir vilji fella brott grein 41.2 sem hljóðar svo í lausri þýðingu:

„Ríkið viðurkennir að konan veitir ríkinu stuðning í gegnum líf sitt á heimilinu sem stuðlar að almannaheill. Ríkið verður því að beita sér fyrir því, að mæður neyðist ekki af efnahagslegum ástæðum til að fara út á vinnumarkaðinn og vanrækja skyldur sínar á heimilinu.“

Hægt að lögleiða fjölkvæni

Þeir sem styðja tillöguna halda því fram að breytingin muni ná til einstæðra foreldra og ógiftra. Andstæðingar tillögunnar hafa áhyggjur af hinu óljósa hugtaki „varanleg sambönd“ og hverjar afleiðingarnar verði.

Neale Richmond, atvinnumálaráðherra, óttast „alvarlegar afleiðingar“ og hugsanleg áhrif á innflytjendalöggjöf Írlands. Hann telur að margir muni nota hugtakið „varanleg sambönd“ til að reyna að sameinast ættingjum á ný undir formerkjum hins hugtaks sem megi túlka að eigin geðþótta. Samt sem áður segist hann ætla að samþykkja breytingarnar.

Fjölkvæni hefur líka verið mikið í umræðunni. Írland gæti orðið fyrsta ESB-landið sem viðurkennir fjölkvæni ef ríkisstjórnin fær stuðning almennings. Það hefur ekki lægt öldurnar í umræðunni. Hver útkoman verður vitum við á morgun.

Allir ættu að láta málið til sín taka

Írska kjörstjórnin hóf „óháða upplýsingaherferð“ í janúar um þjóðaratkvæðagreiðslu dagsins. Ef tillögurnar verða samþykktar, þá mun kaflinn um „heimilisskyldur kvenna“ verða strikaður burt úr stjórnarskránni. Marie Baker, hæstaréttardómari og formaður írsku kjörstjórnarinnar, vonast til að almenningur kynna sér málin og ræði þau. Hún sagði á blaðamannafundi:

„Það versta sem getur gerst er, að enginn skipti sér af þessu. Mér finnst að það sem stendur í stjórnarskránni varði okkur öll. Allir ættu því að láta sig varða hvað stendur í henni og hvað skoðanir þeir hafa á því.“

Fólk með legháls“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írska ríkisstjórnin reynir að þurrka út orðið „kona.“ Árið 2020 ollu heilbrigðisyfirvöld Írlands uppnámi með því að skipta út orðinu „kona“ í upplýsingabæklingi um leghálsskimun og notaði í staðinn „fólk með legháls.“ Grein 41.2 veitir mæðrum fjárhagslega tryggingu sem annars væru af fjárhagsaðstæðum knúnar til að vinna utan heimilisins.

One Comment on “Írar greiða þjóðaratkvæði um „kynlausa stjórnarskrá“”

  1. Þegar maður taldi að glóbalista ruslið gæti ekki verið heimskara þá koma þeir með þetta

Skildu eftir skilaboð