Ikea mismunar á grundvelli kynþáttar – neitar að ráða innfædda Svía

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Ikea í Karlstad, Svíþjóð, auglýsti eftir sumarstarfsfólki en ekki voru allir velkomnir. Alla vega ekki innfæddir Svíar, því sérstaklega var tekið fram, að einungis þeir sem fæddir voru erlendis gætu sótt um störfin. Ikea er í samstarfi við atvinnumiðlun bæjarins í verkefni, þar sem einungis þeir sem fæddir eru erlendis fá að vera með. Atvinnuráðgjafi bæjarins, Iréne Mattsson, segir í viðtali við Samnytt, að „hugsunin er að við viljum hafa fjölmenningu á Ikea. Það er þess vegna sem við erum að aðstoða í þessu verkefni.“

Sænska Anna sem er atvinnulaus varð fyrir vonbrigðum, þegar hún uppgötvaði að hún gat ekki einu sinni sótt um starfið. Hún hefur leitað að atvinnu og er reiðubúin að flytja þangað sem störfin eru. Hún segir í viðtali við Samnytt:

„Það er svekkjandi, þegar þér finnst þú hafa svo mikið að gefa. Ég er ekki að monta mig en ég get gert ýmislegt. Höfuðið er á sínum stað. Ég skil ekki að það eigi að vera ómögulegt að fá atvinnu. Ég verð svo ill!“

Það á að ríkja fjölmenning á Ikea

Iréne Mattsson atvinnuráðgjafi hjá atvinnumiðlun Karlstad segir að um sé að ræða fjögur lærlingsstörf í átta vikur. Töluverður áhugi er á starfinu, því um 24 manns voru á fundi sem Ikea hélt til að kynna störfin. Iréne Mattsson segir, að það sé Ikea sem hafi óskað eftir því, að bærinn og atvinnumiðlunin aðstoði við að finna aðra en innfædda Svía til starfa og verið sé að hjálpa Ikea með það:

„Hugsunin er að þeir vilja vilja hafa fjölmenningu á Ikea. Þess vegna erum við að hjálpa til með þetta.“

Eins og kjaftshögg í andlitið

Önnu finnst henni mismunað á grundvelli kynþáttarins. Henni finnst ekki réttlætanlegt að Ikea mismuni henni á þeim grundvelli að hún sé ekki fædd í Svíþjóð. Þess vegna ættu líka að vera til sumarstörf fyrir innfædda.

„Ég fæ ekki einu sinni að sækja um starfið. Hvað eru þeir eiginlega að gera? Er þetta löglegt? Geta þeir bara gert þetta? Þetta er algjört kjaftshögg beint í andlitið.“

Anna hafði samband við Samnytt og sagði:

„Það verður að segja frá þessu. Svona getur þetta ekki gengið.“

Anna heitir öðru nafni en hún er hrædd um að verða fyrir aðkasti af hálfu yfirvalda bæjarins ef hún kemur fram undir réttu nafni. Samnytt hefur bæði verið í sambandi Ikea og yfirvöld atvinnumála bæjarins en enginn hefur viljað svara spurningum miðilsins.

Skildu eftir skilaboð