Jón Magnússon skrifar:
Íslenskir skattgreiðendur greiða framleiðendum bandarískra sjónvarpsþátta rúma 4 milljarða eða 35% heildarkostnaðar við framleiðslu þáttana. Er þetta ekki hámark siðleysis ríkisafskipta og niðurgreiðsla launa?
Engin siðferðileg eða fjárhagsleg rök réttlæta þessar gjafir til bandarískra stórgróðafyrirtækja, frekar en innlendra. Þetta er ósiðlegt, spilling andstæð hugmyndum markaðsþjóðfélagsins.
Sérkennilegt að talsmenn þess stjórnmálaflokks, sem vill samsama sig með frjálsri samkeppni, skuli gangast fyrir ólögum til að gefa atvinnugrein milljarða á kostnað skattgreiðenda.
Stjórnmálaelítan lætur sér vel líka. Varla geta sannfærðir sósíalistar verið ánægðir heldur með að auðvaldinu séu réttir milljarðar með þessum hætti af ríkisins fé og ekki einusinni krafist endurgreiðslu ef framleiðslan skilar arði. Allt skal fara í vasa auðkýfinganna sem framleiða skemmtiefnið.
Það er engin stjórnmálastefna sem réttlætir svona siðleysi. Samt segir enginn neitt og allir dansa með í vitleysunni.
Vonandi stígur þó ekki væri nema einn stjórnmálamaður fram og segir með þunga:
"Svona gerum við ekki." "Svona spillingu er ekki hægt að líða."
One Comment on “Siðlaus ríkisafskipti og mismunun”
Enn hvað um alla peningana sem við erum að borga undir rassgatið á Bandaríkjunum og skósveinum þeirra í NATO og maður tali ekki um miljarðana sem fóru í spillingaröflin austur í Úkraínu, ertu ekki að gleyma þessu í pistlinum þínum Jón Magnússon?
Jón Magnússon, þetta kallast sóun á peningum, heimska og spilling sem er í boði frímurarasystkinna þinna!