Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Landsþing Samtakanna´78 var haldið í gær laugardag. Þeir sem sátu fyrir utan og mótmæltu þeirri glórulausu stefnu sem trans hugmyndafræðin hefur tekið urðu vitni að því. Mótmælin fólust í að vera með skilti fyrir utan fundarstaðinn, hitta vegfarendur, spjalla við þá og bjóða upp á kaffi. Engin læti í þessum mótmælum.
Frásögn eins mómælandans:
,,Við vorum með heitt á könnunni og buðum upp á kanilsnúða og kleinur þeim sem gengu framhjá og vildu ræða við okkur. Þeir vegfarendur sem stöldruðu við hjá okkur voru ánægðir með framtakið og hrósuðu okkur hástert fyrir að þora að segja þessar augljósu siðferðislega réttar setningar sem voru á spjöldunum.
Þessir fáu sem voru inni á Iðnó ekki eins áhugasamir að ræða við okkur. Hins vegar kom Sveinn nokkur kokkur, og eiginmaður Viðars Eggertssonar, og skiptist á orðum við mig og lýsti vanþóknun sinni á uppátækinu.
Eldur Ísidór formaður Samtakanna 22 tók þátt í mótmælunum, hann útskýrði fyrir Sveini sína afstöðu, en hann virtist ekki gefa mikið fyrir hana og kom með ranga samlíkingu (e. false equivalence) á réttindabaráttu samkynhneigðra og svo þessara krafna kynjasafnaðarins um að fólk taki þátt í ranghugmyndum annarra og meðvirkni þeirra sem stunda tilraunastarfsemi á viðkvæmum hóp barna - sem í nær 80% tilvikum eru að kljást við tauga-og þroskaskerðingar af ýmsu tagi.
„Hann spurði mig hvort þetta væri köllun hjá mér og ég játti því. Þá fylgdi spurningin hvenær ég myndi hætta þessu. Ég svaraði honum um hæl að ég myndi hætta þegar þetta þessi barátta ynnist. Þá sagði hann að ég myndi aldrei sigra, því kærleikurinn sigrar alltaf. Það er rétt. Kærleikurinn og sannleikurinn sigrar alltaf. Það er hinsvegar enginn kærleikur fólginn í því að telja börnum trú um að þau geti fæðst rangt og dæla í þau lyf sem hamla bæði andlegum og líkamlegum þroska þeirra - og hvað þá þegar þau eru að glíma við undirliggjandi geð-tauga-og þroskaraskanir.
Eldur bauð honum að setjast niður, fá sér kaffi og kleinu og fara yfir rannsóknir og gögn sem hann hafði meðferðis á borðinu. Sveinn afþakkaði það og sagði að það væru eflaust til aðrar rannsóknir sem stönguðust á við þær sem Eldur hafði meðferðis, þ.e leki úr herbúðum WPATH.
Eldur spurði Svein: „Þannig að það er semsagt vafi hvað væri rétt í þessum efnum?“
Sveinn jánkaði því og var þá spurður? „Og eiga þá börnin ekki að njóta þess vafa?“
Þá var fátt um svör og maðurinn gekk á brott.
2 Comments on “Fámennt landsþing ,,hinsegin“ fólks”
Mikið væri nú gott ef Eldur myndi nú sækja sér hjálpar við sinni geðveilu. Hann ætti að einbeita sér að því frekar en að auka á vanlíðan annara. En við getum þó fagnað því að við séum að þjóðfélagið er komið svo langt að hommi getur notað rökin sem voru notuð gegn samkynhneigð um aðra þjóðfélagshópa og að „fjölmiðill“ sem er rekinn af kristni öfgartrúar manneskju er orðin svo sátt með samkynhneigð að hún gefur Eldi allt það rými sem hann þarf til að spúa út hatri sínu. Ekki fyrir svo mörgum árum hefði Margrét viljað hann grýta til bana samkvæmt hennar guði og hennar eigin yfirlýsingum. En hún dæmir sig sjálf í það helvíti sem hún trúir á og farið hefur fé betra.
Það er frábært að Eldur og fleiri eru að leggja orku og tíma í að vekja fólk til meðvitundar. Lekinn frá WPATH sýnir vel hvers lags hrossalækningar á börnum og ungmennum er verið að stunda í nafni vafasamrar hugmyndafræði sem er drifin áfram af hagsmunaöflum lyfjafyrirtækja sem sjá ábatavon í framtíðarsjúklingum.