Zelenskí hafnar friðartilboði páfans: Fáni Úkraínu er gulur og blár

frettinErlent, Gústaf Skúlason, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Franciscus, Jorge Mario Bergoglio, Frans páfi, sagði í viðtali við svissneska RSI að sögn Reuters, að Úkraína ætti að grípa til þess hugrekkis að veifa hvíta fánanum og semja um frið í stríðinu við Rússland. Páfinn segir, að sá sem er sterkastur sé sá sem þori að hugsa um fólkið sitt og hefur hugrekki hvíta fánans. „Það þarf virkilegt hugrekki til að fara ekki með landið sitt í sjálfsvíg.“ (Viðtalið við páfann verður sent þann 20. mars).

Núna hefur svarið komið frá Úkraínu sem gagnrýnir páfann fyrir að koma með tillögu um að semja við Rússa. Cmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, skrifar á X (sjá að neðan):

„Sá sem er sterkastur í baráttunni milli góðs og ills heldur sig frekar á hlið hins góða heldur en að setja báðar hliðar jafnfætis og kalla það „samninga“ …. Fáninn okkar er gulur og blár. Þetta er fáninn sem við lifum og deyjum fyrir og sigrum með. Við munum aldrei draga aðra fána að húni.“

Úkraína hefur sett lög sem banna að samið verði við Rússland. Ríkisstjórn Úkraínu fer greinilega eftir lögunum burtséð frá líkpokum, blóði drifna akra og eyðilagðar borgir.

Skildu eftir skilaboð