Afhjúpar skelfilega sýn á konur frá fornu fari í menningu múslíma

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir5 Comments

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Í Vín eru 17 grunaðir um nauðgun á 12 ára stúlku. Meintir gerendur hafa tyrkneskan og búlgarskan bakgrunn. Meðal þeirra grunuðu eru börn á aldrinum 13-18 ára.

Þetta er eitt skelfilegast dæmi um kynferðisofbeldi undanfarin ár skrifar Kronen, austurrískt blað.

Þetta byrjaði síðastliðið ár með sambandi tveggja unglinga. Það endaði með mánaðarlöngu ofbeldi, hótunum, þvingunum og hópnauðgunum sem teknar voru upp á síma. Hópnauðganirnar þar sem gerendur voru allt að 8 manns gerðust í bílastæðahúsi, íbúð eða í stigagangi. Meintir gerendur eru sjálfir börn á aldrinum 13-18 ára. Flestir hafa tyrkneskan bakgrunn en líka búlgarskan.

Lagt var hald á fjóra síma þar sem upptökur af nauðgununum var að finna. Tólf ára stúlka og einn drengjanna urðu kærustupar. Hann þrýsti á hana og hótaði að láta vini sína misnota hana. Allt myndað af gerendum.

Þrátt fyrir hótun um að opinbera myndskeiðin sagði stúlkan móður sinni frá hvað gerðist. Móðirin fór til lögreglunnar. Áður er það gerðist höfðu drengirnir tekið upp nokkrar nauðganir þar sem stúlka var send á milli drengja.

,,Þetta afhjúpar skelfilegt íslamskt steinaldar hugarfar til kvenna fullt af fyrirlitningu” skrifar Krone-Zeitung.

Eftir yfirheyrslu var þeim öllum 17 sleppt. Þeir segja að stúlkan hafi samþykkt þetta.

Rannsóknin heldur áfram. Myndskeiðin eru sönnunargögn.

Heimild.

5 Comments on “Afhjúpar skelfilega sýn á konur frá fornu fari í menningu múslíma”

 1. „Steinaldarhugarfar?“

  Áreiðanlega var betra hugarfar í garð kvenna á steinöld.

 2. Bara sama sýn og kristni hafði og hefur gagnvart konum en það hentar náttúrulega ekki kristnum að tala um það þrátt fyrir að þessi „fjölmiðill“ þykist vera gegn þöggun og skoðanakúgun nema náttúrulega þegar það hentar….

 3. Einar, nefndu eitt dæmi úr Guðspjöllunum þar sem Kristur fór illa með konur, barðir þær og niðurlægði, eða nauðgaði, eða myrti. Hugarfar þitt og fordómar gagnvart Kristi eru af hinu illa.

 4. Corinthians 14:26-40 “The women should keep silent in the churches. For they are not permitted to speak, but should be in submission, as the Law also says.

  In Revelation 2:22–23, the Son of God passes judgement on various churches in Asia Minor. He singles out one woman from Thyatira, Jezebel, who is a prophetess:

  “Beware, I am throwing her on a bed, and those who commit adultery with her I am throwing into great distress, unless they repent of her doings; and I will strike her children dead. And all the churches will know that I am the one who searches minds and hearts, and I will give to each of you as your works deserve.”

  Hef enga fordóma gegn Jesus,. Fólk sem trúir á trúarrit og fylgir þeim og reynir að neyða annað fólk til að gera hið sama er evil inní sér og heldur að með því að neyða annað fólk til að fylgja bókum skrifum af valdsjúkum einstaklingum til að fá auðtrúa fólk til að framfylgja skipunum sínum.

  Miðað við þann boðskap sem Jesú átti að boða þá gengur hann að mestu leyti gegn grunninum í gamla testamentinu en samt er stór hluti þeirra sem fylgja Jesú hlynntir því að fólk sem ekki fylgir þeirra trú sé misþyrmt og myrt í nafni guðs. Trúarrit og trúarbrögð eru af hinu illa, persónulegt samband einstaklings við guð er bara á milli þeirra tveggja, kemur engum öðrum við og það er ekki hlutverk þitt eða annara að segja mér eða öðrum hvernig það samband eigi að vera eða verði að vera til.

 5. Einar, þetta er lélegt svar hjá þér enda gengur alltaf illa hjá guðleysingjum að ófrægja Frelsarann. Kristur boðaði Ljósið og Sannleikann. Guðleysingjar boða myrkrið og lygina. En ég efast ekki um að þér verði að ósk þinni og að myrkrið bíði þín. Verði þér að góðu.
  Það að kenna Kristi um syndir og illsku manna er heimska. Guðleysingjar og valdasjúkt fólk hefur alltaf notað trúnna til að réttlæta illar gjörðir sínar. Þetta fólk er ekki Kristið, það hugsar eingöngu um eigin hagsmuni. Hversu marga drap Kristur? Engan. Hann er Fyrirmyndin, Vegurinn og Ljósið.

Skildu eftir skilaboð