Gústaf Skúlason skrifar:
Ofurstinn víðfrægi og fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur stofnað hreyfingu á netinu: „Landið okkar, valkostur okkar“ Our country, our choice. Hann hvetur Bandaríkjamenn til að fylkja liði og verjast árásum glóbalismans. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsan“ eru kjörorð hreyfingarinnar.
Á heimasíðu hreyfingarinnar segir, að ástandið í Bandaríkjunum hafi stöðugt versnað síðan í janúar 2021 og að „sameiginleg viðleitni okkar hefur ekki skilað neinum jákvæðum árangri hingað til.“
Vitundarvakning og samstaða þvert á alla flokka og samtímis fjölmiðill
Hreyfingin er í senn vitundarvakning og virkjun þátttakenda til að koma í veg fyrir stórslys Bandaríkjanna. Samtímis því sem hreyfingin safnar stuðningsmönnum og aðgerðarsinnum fyrir frelsi Bandaríkjanna, þá er hreyfingin einnig fjölmiðill og segir fréttir og breiðir út boðskapinn. Einn af stofnendum hreyfingarinnar skrifar á heimasíðunni:
„Landið okkar, valkostur okkar er meira en bara hreyfing fólks; hún er líka fjölmiðlavettvangur. Framtíðarsýn mín var einföld: auðkenndu yfir 10 milljónir Bandaríkjamanna með sama hugarfari og búðu til umfangsmesta hóp bandarískra aðgerðasinna sem safnast hefur saman. Markmið okkar er að upplýsa alla Bandaríkjamenn um mikilvægi þess að kjósa þá sem taka ákvarðanir sem munu binda enda á vísvitandi skemmdarverk á ástkærri þjóð okkar og byrja að þjóna okkur – bandarísku þjóðinni.“
Það er lán, að Douglas Macgregor ofursti hefur fengist til að leiða hreyfinguna: „Hann er sannur leiðtogi sem ekki tekur við peningamútum.“
Gleymum aldrei því sem þeir gerðu með „heimsáætlunarfaraldrinum“
Í grein undir yfirskriftinni: Núna er komið nóg! skrifar Macgregor:
„Djúpríkið reynir að sundra okkur vegna þess, að sameinaðir Bandaríkjamenn eru versta martröð glóbalista. Munið eftir 2020: Allt leit vel út, þar till „heimsáætlunarfaraldurinn“ – THE PLANDEMIC – braust út með brjálæðislokunum, reglum og einangrun. Gleymum aldrei né fyrirgefum þeim fyrir það sem þeir hafa gert. Þetta getur gerst aftur, nema að við séum sameinuð, sterk og sjáum til þess að slíkt gerist ekki.
Douglas Macgregor skýrir frá því, að hreyfingin sé stofnuð einungis fyrir eitt markmið: að verða regnhlífarsamtök fyrir alla bandaríska föðurlandsvini. Breið samstaða þvert á alla flokka er grundvöllur hreyfingarinnar. Tilgangurinn er skýrður með orðunum:
„Við sköpum í sameiningu sögulega hreyfingu til að bjarga okkar heitt elskuðu þjóð frá glötun.“
Hér að neðan má sjá kynningu Douglas Macgregor á hreyfingunni á myndbandinu „Mikilvæg skilaboð“ og þar fyrir neðan lýsir Macgregor afstöðu sinni til ræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta í stefnuræðu forsetans nýverið. Í Mikilvægum skilaboðum segir Mcgregor:
„Tíminn er kominn fyrir okkur til að endurheimta örlög þjóðar okkar og kveikja aftur eldinn og kraft bandarísku byltingarinnar. Taktu þátt í hreyfingu okkar og leyfðu okkur að moka út flórinn saman. Guð blessi þig, ástvini þína og Bandaríkin. Þakka þér fyrir stuðninginn.“
https://www.youtube.com/@OurCountryOurChoice
One Comment on “Douglas Macgregor: Núna er komið nóg!”
Bandaríkin standa á heljarbrúnni, skuldir ríkisins aukast um 1.000.000.000.000 dollara á hverjum 100 dögum! Bankakerfið stendur á brauðfótum, flestir bankar eru tækilega gjaldþrota (á aðeins eftir að raungerast á næstu mánuðum). Stór hluti skrifstofu-og verslunarhúsnæðis stendur enn auður eftir Covid-lokanir. Dollarinn mun veikjast hratt á næstu mánuðum, og mun hrynja í verðgildi þegar BRICS-löndin koma með sína eigin greiðslugátt í alþjóðaviðskiptum innan skamms. Stríðið í Úkraínu er tapað fyrir NATO, það sjá allir nema veruleikafirrtir klikkhausar. Verðbólgan er að gera tugir milljóna manna að öreigum. ´Græna´ umhverfisstefnan mun valda orkuskorti og kosta trilljónir í framkvæmd. Í stuttu máli er framtíð USA (og Vesturlanda) dökk ef ekki verður mikil breyting á stjórnarháttum og hugarfari.