Óvinir Ísraels báru rauðar nælur á Óskarsverðlaununum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Robert Spencer leiðir Jihad Watch og Shillman Fellow í David Horowitz Freedom Center. Hann er höfundur 27 bóka, þar á meðal margra metsölubóka, eins og The Political Incorrect Guide to Islam (and the Crusades), The Truth About Muhammad og The History of Jihad. Nýjustu bækur hans eru The Critical Qur’an og Empire Of God. Fylgstu með honum á Twitter hér. Líkaðu við hann á Facebook hér. Þessa grein skrifaði hann um Hollywood stjörnur sem styðja hryðjuverkasamtök Hamas.

Robert Spencer.

Robert Spencer skrifar:

Óskarsverðlaunin eru alltaf frábært tilefni fyrir vinstri menn til að setja á svið dyggðarorgíu og allt var sér líkt í ár. Óvinir Ísraels voru með litla, hringlaga næla með rauðri hendi með svart hjarta í lófanum sem var jafnvel fyrir þá sjálfa var furðulega sláandi, til að sýna heiminum að þeir vilja að Ísrael hætti að berjast og Hamas lifi. Þetta rifjar ekkert annað upp og gerir ljóslifandi á ný hið alræmda heilagstríðs hrottamorð Palestínumanna fyrir meira en tuttugu árum síðan, sem enn er minnst með hryllingi meðal Ísraela og stuðningsmanna Ísraels. NPR greindi glaðlega frá því á mánudag að:

„Athyglisverð viðbót sem sást á rauða teppinu á sunnudaginn var rauð næla með hendi með svörtu hjarta í miðjunni. Frægt fólk eins og Billie Eilish, Ramy Youssef og Mark Ruffalo báru nælurnar til stuðnings Artists4Ceasefire, sem er hópur talsmanna og listamanna á móti stríði Ísraels og Hamas.“

Ljósmyndararnir útskýra að merkið „tákni sameiginlegan stuðning við tafarlaust og varanlegt vopnahlé, frelsun allra gíslanna og fyrir brýna afhendingu mannúðaraðstoðar til óbreyttra borgara á Gaza.“ Þessi skýring segir hins vegar ekki mikið.

Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þessir upplýstu listamenn sýni allsgáða samstöðu: þeir vilja „að öllum gíslunum verði sleppt og að brýnt sé veitt mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza.“ Þannig fær Ísrael gíslana lausa og meintir sveltandi Gazabúar fá mannúðaraðstoð. Hljómar vel, ekki satt?

Hins vegar er einnig kallað eftir „tafarlausu og varanlegu vopnahlé“ sem kann að virðast eins og ákall um frið í smá stund en þýðir í raun, að Hamas mun komast undan og geta myrt fleiri ísraelska borgara í stað þess að verða tortímt. Yfirböðull Hamas, Ghazi Hamad, sagði það aftur í október 2023, aðeins nokkrum vikum eftir heilagastríðs fjöldamorðin þann 7. október:

„Við verðum að kenna Ísrael lexíu og við munum gera þetta aftur og aftur. Al-Aqsa flóðið (árásin 7. október) er bara sú fyrsta; það mun koma önnur, sú þriðja, hin fjórða.“

Þessi spádómur getur hins vegar eingöngu ræst, ef Hamas fær vopnahlé sem gerir þeim kleift að jafna sig og safna kröftum.

Þetta sýnir að rauðu hendurnar með tákni hins svarta hjarta er ekki bara tilvísun í almennan stríðshrylling. Þetta er ásökun á hendur Ísrael fyrir yfirlýsingar ísraelskra leiðtoga sem hafa ítrekað lýst því yfir, að þeir ætli að berjast áfram þar til Hamas verði algjörlega eytt. Þess vegna vilja þeir ekki samþykkja vopnahlé sem neyðir þá til að hætta áður en verkinu er lokið.

Merkin enduróma hryllilegan atburð

Þann 12. október 2000 fóru tveir varaliðsmenn, Yossi Avrahami og Vadim Nurzhitz, fyrir mistök inn í borgina Ramallah, sem var og er undir stjórn Palestínumanna. Reiður múgur réðst á þá og drap og limlesti síðan líkama þeirra. Einn morðingjanna, Palestínumaður að nafni Aziz Salha, sagði:

„Það var æðislegt að sjá blóðið. Ég kom inn í herbergið … ég sá ísraelskan hermann liggja á gólfinu fyrir framan dyrnar. Ég kom nær honum og sá hníf stunginn í bakinu á honum, nálægt hægri öxlinni. Ég fjarlægði hnífinn og stakk hann í bakið tvisvar eða þrisvar sinnum… á meðan aðrir í herberginu héldu áfram að sparka í hann. Ég lagði hönd mína yfir munninn á honum og hina á öxlina á honum til að kyrkja hann.“

Salha hélt áfram:

„Ég sá að hendur mínar voru rennblautar af blóði og skyrtan mín líka.“

Hann gerði því það sem sérhver blóðþyrstur morðingi sem veit að hann er í hópi annarra blóðþyrstra morðingja, myndi gera:

„Svo ég fór að glugganum og veifaði höndunum til fólksins sem var í garðinum.“

Skildu eftir skilaboð