Gústaf Skúlason skrifar:
Hæstiréttur Kanada úrskurðaði nýlega í kynferðisofbeldismáli, að það væri „vandasamt“ fyrir dómara á lægri dómstigum að vísa til meints fórnarlambs sem „konu.“ Hugtakið sem eigi að nota sé „manneskja með leggöng.”
Dómarinn Sheilah Martin, tilnefnd af rétttrúnaðarmeistaranum Justin Trudeau árið 2017, skrifaði í úrskurði sem birtur var á föstudag, að notkun dómara á orðinu „kona“ hefði verið „óheppileg og valdið ruglingi.“
Samkvæmt The National Post er um að ræða kynferðisbrotaásökun konu á hendur Charles Kruk. Fórnarlambið segist hafa verið ölvuð og týnd þegar Kruk fór með sér heim árið 2017 til að hringja í fjölskyldu sína eftir hjálp. Hún sofnaði og þegar hún vaknaði var hún buxnalaus og Kruk að ráðast á hana.
National Post greinir frá: Martin tilgreinir ekki hvers vegna orðið „kona“ er ruglingslegt, en næsta kafli í úrskurði hennar vísar til kærandans sem „manneskju með leggöng.“ Athyglisvert er, enginn er skilgreindur sem kynskiptingur í málinu og vísað er til kæranda sem „hún.“
Sjá má dæmi um umræðu á samfélagsmiðlum hér að neðan:
INSANE. During a trial for a s*xual ass*ult case, the Supreme Court of Canada ruled that a female victim shouldn’t be referred to as a “woman”, rather a “person with a v*gina.”https://t.co/HCN44bspF3 https://t.co/bU9CGglocW
— Libs of TikTok (@libsoftiktok) March 14, 2024