Réttarhöld hafin í Osló vegna skotárásar við LBGTQ bari 2022

frettinDómsmál, Erlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Það var eftir miðnætti í Osló seint í júnímánuði 2022 að karlmaður hóf skothríð á fólk við bari er vinsælir voru hjá hinsegin fólki, London pub og Per på hjørnet. Tveir karlar, Kåre Arvid Hesvik (1962) og Jon Erik Isachsen (1968) létu lífið og alls særðust 21. Gleðigangan sem átti að vera daginn eftir var slegin af og það var ekki fyrr en í ágúst sem lögreglan taldi öruggt að halda slíka göngu í landinu en fólk lét það ekki stoppa sig í að hópast út á göturnar með regnbogafána LBGTQ fólki til stuðnings en jafnframt bárust margar tilkynningar um hatursorðræðu er beindist að því.

Átti að vera undir eftirliti

Árásarmaðurinn, Zainar Matapour, kom 12 ára frá Kúrdistan (íranska hlutanum). Hann var ekki ókunnugur lögreglunni og átti að vera undir eftirliti, ekki síst vegna samgangs við Arfan Batti íslamista af pakistönskum ættum sem var dæmdur fyrir hlutdeild í skotárás á synagóguna í Osló 2006. Batti er fæddur í Noregi og því var erfitt um vik að vísa honum úr landi en skömmu fyrir skotárás Matapour fór hann til Pakistan og er það enn. Tveir til viðbótar voru handteknir fyrir hlutdeild að málinu.

Fyrsta vitnið

Réttarhöld gegn Matapour hófust í Osló hinn 12. mars 2024 og munu standa fram í maí. Samir Alnahhal steig fyrstur í vitnastúkuna. Hann var staddur í götunni með vinum og ætluðu þeir að kaupa sér mat til að fagna Ramadan. Hann fékk skot í höfuðið og á við heyrnar og sjónskaða, auk taugaskaða í fæti, svima og einbeitingarörðugleika, auk kvíðakasta, martraða og svefnvandamála að stríða, segir hann. Í upphafi réttarhaldanna kvartaði Matapour um að vera kallaður fyrir rétt á Ramadan, sér væri mismunað því ef það væru páskar þá væru engin réttarhöld en Alnahhal sagði dómaranum að hann hefði aldrei heyrt að menn tækju sér frí á Ramadan, allt væri sem vant er á daginn.

Vörn í Kóraninum og hadíðunum?

Í allt eru fjórir enn grunaðir um aðild að málinu en Matapour er einn fyrir dómi nú. Hann hefur tekið með sér Kóraninn í dómssal og fær fyllingu úr penna til að skrifa með en ekki vatnskönnu eða neitt sem hann gæti notað sem vopn og vopnaður lögreglumaður er í salnum. Trúlega finnst honum hann hafa verið í fullum rétti. Í Kóraninum er jú margoft sögð sagan af Lot, sem við könnumst við úr Fyrstu Mósebók, kafla 19. Á óvart kemur að sögurnar í Kóraninum eru ekki allar eins. Í 11:77-81 segja sendiboðarnir til sín eftir að hinir kynóðu karlar þyrpast að húsinu (svo líka í Fyrstu Mósebók) en í 15: 61-74 segja þeir til sín áður en illvirkjarnir koma. Matapour gæti einnig vísað í 3 af virtustu hadíðusöfnum súnnímúslima, safn al-Tirmidhi, Abu Dawud og Ibn Majah. Í þeim er haft eftir Ibn´Abbas að Múhammeð hafi sagt að drepa skuli þá er hegða sér eins og fólk Lot, þ.e. karla er eiga mök saman.

Kannski ættum við að hætta að segja innflytjendum að þeir eigi rétt á að halda í menningu sína og ekki megi mismuna þeim uppruna þeirra vegna.

Skildu eftir skilaboð