Stríðshaukarnir sameinast um að senda langdræg vopn til Úkraínu – ESB styrkir þreföldun skotfæraframleiðslu Norðurlanda

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Sænska sjónvarpið greindi frá því í gær, að Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron forseti Frakklands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands sameinist um að senda meiri hernaðaraðstoð til Úkraínu. Meðal annars á núna að senda Úkraínu vopn sem fram að þessu hefur ekki verið vilji til að senda: langdrægar eldflaugar til að skjóta á skotmörk inni í Rússlandi.

Frakkland segist núna vilja tryggja „að Rússland vinni ekki stríðið.“ Macron hefur sagt að einungis sé hægt að tryggja frið, ef Úkraína taki til baka allt landsvæði sitt, þar á meðal Krímskagann. Engu er líkar en að verið sé að gera allt til að reyna að fá Rússland til að skjóta á eitthvert Nató landið svo hægt sé að fara á fullu í þriðju heimsstyrjöldina.

ESB fjárfestir í nýrri skotfæraverksmiðju í Svíþjóð sem mun þrefalda skotfæraframleiðslu á Norðurlöndum.

Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar er afskaplega hamingjusamur með ESB-peninga til byggingu vopnaverksmiðjunnar í Karlskoga.

Samtímis greinir SVT einnig frá því, að ESB fjárfestir í byggingu nýrrar skotfæraverksmiðju í Karlskoga í Svíþjóð. Mun framleiðslugeta slíkra vopna þrefaldast á Norðurlöndum þegar verksmiðjan verður komin í fulla framleiðslu. Vopnaframleiðandinn Nammo hefur verksmiðjur í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og fær um 130 milljónir sænskra króna frá ESB og 159 milljónir króna frá sænska ríkinu til að þrefalda framleiðslugetuna.

Skildu eftir skilaboð