Ný rannsókn: Vindmyllur geta valdið miklum umhverfisspjöllum

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Orkumál4 Comments

Vindorkan er markaðssett sem loftslags- og umhverfisvænn valkostur í orkumálum. En sífellt koma fleiri upplýsingarnar um að hafa beri fyrirvara við þeim loforðum. Ný rannsókn bendir til þess, að vindorkan valdi umhverfisspjöllum með mengun mikils magns hættulegra efna í kringum sjálf vindorkuverin og garðana.

Samkvæmt sænska miðlinum Samnytt, þá hafa niðurstöður rannsóknarinnar ekki verið birtar enn þá. Öflug pólitísk og efnahagsleg öfl vilja ekki að ímynd vindorkunna sem umhverfis- og loftslagsvænar raforkuframleiðslu verði flekkuð enn frekar með neikvæðri umfjöllun. Fjármögnun rannsóknarinnar var því dregin til baka. Vísindamönnum háskólanna í Gautaborg og Linköping tókst hins vegar að fá fjármagn annars staðar og tókst að ljúka rannsókninni.

Listinn yfir ókosti vindorkunnar er langur
  • Blöð vindmylla afhausa fugla til dæmis friðlýsta erni.
  • Vindmyllur til hafs trufla lífríki sjávar.
  • Ekki er hægt að endurvinna slitin snúningsblöð og þau safnast í vindmyllu-kirkjugörðum, því enginn veit hvernig á að losa sig við þau.
  • Náttúru- og útivistarverðmætum er spillt í nágrenni vindorkuveranna þannig að ferðaþjónustan verður fyrir áhrifum.
  • Ekki er hægt að stunda útivist í nágrenni vindorkuvera.
  • Nærumhverfið eyðileggst vegna hávaða frá vindmyllum.
  • Þeir sem reyna að flytja í burtu tapa verulegum eignum, því markaðsvirði hússins hefur hrunið.
  • Vindmyllur framleiða aðeins rafmagn þegar það er hvasst.
  • Ef það er of hvasst framleiða þær mikla raforku sem einnig er vandamál og þá greiðir ríkið eigendunum skattfé til að hætta rafmagnsframleiðslu.
  • Ekki er hægt að „geyma” raforku sem framleidd er með vindmyllum. Hvorki í dag né í fyrirsjáanlegri framtíð.
Eitrun fyrir gróður og dýralíf bætist á listann

Nýja rannsóknin bætir nýjum ókostum við listann. Þær upplýsingar eru viðkvæmar, því um er að ræða mengun og eitrun fyrir náttúru á landi og til hafs, mengun sem getur ratað lengra inn í fæðukeðju dýra og manna. Niðurstöðurnar eru svo alvarlegar og margar að rannsakendur rannsóknarinnar spyrja sig hvers vegna þetta hafi ekki verið rannsakað áður. Svarið gæti verið, að hvorki vindorkuiðnaðurinn né stjórnmálamenn grænu grafarinnar, vildu kanna málið. Rannsóknin sýnir fram á, að hættulegar agnir úr snúningsblöðum vindmylla séu umhverfisvandamál sem yfirvöld hafa kosið að loka augunum fyrir.

Helen Karlsson er einn af frumkvöðlum rannsóknarinnar. Hún er lektor í vinnu- og umhverfislækningum við háskólann í Linköping. Hún segist hafa fengið áhuga á rofnum eindum frá vindmyllublöðum, þegar hún uppgötvaði misræmi á milli talna vindorkuiðnaðarins og annarra útreikninga. Upphaflega taldi hún og samstarfsmenn hennar, að þau myndu ekki finna eins mikið af brotum úr snúningsblöðum eins og kom síðar í ljós.

Sænska umhverfisverndarstofnunin reyndi að stöðva rannsóknina

Umhverfisstofnun er ríkisstofnun og á sem slík að vera óháð en er oft vísað til í stjórnmálaumræðu um loftslags- og umhverfismál. Stofnunin styður vindorku og vindmyllur og sendir frá sér skýrslur því til stuðnings. Miklu fé hefur verið dreift til rannsóknarverkefna sem styðja stefnu yfirvalda en umsókn um fé vegna yfirstandandi og hugsanlega óþægilegrar rannsóknar var alfarið hafnað. Einnig var reynt að vanvirða virta rannsakendur á þessu sviði og þeir ásakaðir um að vera óheiðarlegir.

Á vef stofnunarinnar má lesa að þær „fáu mælingar og vísindarannsóknir sem til eru sýna ekki að vindmyllur séu veruleg uppspretta örplastlosunar.“ Fullyrðingin gæti virst traustvekjandi við fyrstu sýn. En stenst ekki nánari skoðun, þar sem nær engar rannsóknir hafa verið gerðar og alls ekki er vitað hversu raunverulega mikil losun plastefnanna er.

Rannsóknarteymið eru ásamt Helen Karlsson þau Karin Mattsson eðlisfræðingur og Joachim Sturve prófessor sem bæði starfa við háskólann í Gautaborg.

Meira eiturefni og örplast en búist var við

Þremenningarnir segjast hafa verið hissa á því mikla magni af plastflögum sem þeir fundu þegar þeir skoðuðu svæðið í kringum eitt stærsta vindorkuver Svíþjóðar. Athuganir þeirra ganga þvert á þær upplýsingar sem gengið hefur verið út frá fram að þessu. Miðað við þær ríflegu fjárveitingar sem lagðar hafa verið í vindorkurannsóknir, þá þykir rannsakendum þetta undarlegt og segja yfirvöld ekki standa sig í stykkinu.

Rannsóknartríóið hefur fundið hvorki meira né minna en 50 mismunandi efni í ögnum sem safnað er í jarðvegi, vatni og plöntum í kringum stóra vindorkugarðinn. Allt bendir til þess að agnirnar komi frá vindmyllunum og segja rannsakendurnir, að ljósi þeirra áætlana um stækkun vindorkunnar, þá sé nauðsynlegt að athuga þessi mál nánar.

Óþægileg vindorkurannsókn falin

Heimsendaspámenn grænu tortímingarinnar vilja alls ekki að þessar upplýsingar nái út til almennings. Það gæti skilað sér í breyttri afstöðu í kjörklefanum. Innan loftslagstrúarbragðanna eru nokkur dæmi áður um tilraunir til að bæla niður rannsóknarniðurstöður sem sýndu ekki það, sem vonast var eftir. Grænu samtökin Vindval birtu ekki niðurstöður rannsóknar árið 2017 sem sýndi fram á miklar truflanir á hreindýrarækt á svæðum með vindmyllum. Eftir að hafa verið kærð fyrir að fela upplýsingarnar, þá fyrst var skýrslunni sleppt. Fleiri dæmi finnast.

Rannsakendur á bak við núverandi rannsókn á eitruðum og hættulegum efnum frá vindmyllum segjast vilja fylgja henni eftir með ítarlegum greiningum til að komast að því hversu stórt umhverfisvandamál þetta er. Árið 2019 gaf sænska umhverfisverndarstofnunin út skýrslu um losun örplasts út í náttúruna. Þeir völdu að skoða ýmsar hugsanlegar orsakir en höfnuðu því að athuga vindorkuverin.

Madeleine Staaf Kura er virk í samtökunum „Mótvindur í Svíþjóð” Motvind Sverige, sem skipuleggja aukinn fjölda Svía sem eru orðnir þreyttir á því, að verið sé að bía út náttúruna með sífellt stækkandi stálskógi vindorkuvera. Staaf hefur lagt til að öll snúningsblöð séu vigtuð þegar þau eru ný og svo aftur þegar búið er að nota þau. Það myndi gefa nokkuð góða sýn á hversu mikið efni losnaði og slitnaði og færi að lokum út í umhverfinu. Hingað til hefur enginn orðið við beiðni hennar.

Bönnuð eiturefni í snúningsblöðum

Hormónatruflandi PFAS efni, sem nú eru bönnuð, hafa fundist í sumum vindmyllublöðum, helst af eldri gerðum. Mikið magn af slíkum úr sér gengnum blöðum er geymt á ýmsum stöðum þar til búið verður að leysa vandann um hvernig hægt sé að eyða þeim á öruggan hátt. Eitrað bisfenól A er annað efni sem finnst í vindmyllublöðum, þó ekki í miklu magni.

Efnaeftirlitið viðurkennir að mikil þekkingarskortur sé á því, hvaða hættuleg efni og hversu mikið magn séu í vindmyllublöðum og hversu mikið af þeim fari út í náttúruna og fæðukeðjuna. Áframhaldandi stækkun vindorkuvera bendir til þess, að yfirvöld hunsa hættuna áfram. Þau velja frekar að mæta gagnrýni með þöggun en að viðurkenna vandann.

 

author avatar
Gústaf Skúlason

4 Comments on “Ný rannsókn: Vindmyllur geta valdið miklum umhverfisspjöllum”

  1. Hverjir hafa hag af því að ekki sé byggðar vindmyllur? Svarðu nú Don Kíkóti

  2. Íslendingar ráða ekki við að setja upp og reka vindmillur, þetta er þriðja heims land með þriðja heims innviðum s.s. stjórnsýslu, fjármála- og vaxtaumhverfi, þá á eftir að minnast á ónýtt innflytjenda- heilbrigðis- vega og menntkerfi. Utanríkisstefnan er brandari reynda alvarlegur brandari þegar kemur til átaka og NATO dregur litla ísland inn í heimsstríð. Ísland er smáþjóð eyju norður í ballarhafi og missti af tækifæri til hlutleysis vegna afar slakrar stjórnunar.

  3. Don Kíkóti Ég er sammála þér með vindmillurnar en þú gleymir að minnast á dóms- og réttarkerfið á Íslandi en það er líka “ónýtt” í hvaða landi fær morðingi 16 ár og situr inni aum 10 ár fyrir morð af yfirlögðu ráði, svarið er á Íslandi. Í engu öðru landi í heiminum er mannslíf jafn lítis virði. Tökum vægt á morðingjum, nauðgurum, ofbeldismönnum og ræflum af hvaða tagi sem er, þetta er stafnan hjá Íslenskum stjórnvöldum a.m.a.k. m.v. hvernig dóms- og réttarkerfoð tekur á þessu.

  4. Jón, svo má bæta því við þennann lista hjá þér, hvítflibba-banka-viðskipta-athafna-kennitöluflökkurum sem er sennilega lang skaðlegasti hópurinn sem sleppur mjög vel í íslenska spillingarsamfélaginu.

Skildu eftir skilaboð