Jón Magnússon skrifar:
Ef forseti Bandaríkjanna segði, að hann og ríkisstjórn hans ætluðu að flytja 140 þúsund Gasabúa til Bandaríkjanna,mundu hans eigin flokksmenn og Repúblikanar hlutast til um það að hann yrði látinn segja af sér og koma í veg fyrir slíkt brjálæði.
140.000 er sambærileg tala hlutfallslega miðað við fólksfjölda eins og ríkisstjórnin er að flytja til Íslands þessa daganna.
Ólíkt okkur eru Bandaríkjamenn ekki að reyna að slá öll met í vitleysu varðandi hælisleitendur. Við höfum tekið við metfjölda hælisleitenda undanfarin ár og kerfið þolir ekki meira. Þar til viðbótar bætast náttúruhamfarir í Grindavík, sem valda því, að fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín og þarf á nýjum samastað að halda.
Vitleysisgangurinn í útlendingalögunum er slíkur, að hælisleitendunum verður útvegað húsnæði, dagpeningar, læknishjálp, tannlælknishjálp, sálfræðimeðferð o.fl. o.fl. sem stendur Grindvíkingum ekki til boða.
Víða erlendis vekur það furðu þeirra sem hafa áhuga á Íslandi, að hér skuli vera svo vitlaus ríkisstjórn, að henni skuli detta í hug að flytja inn fjölda óviðkomandi fólks, þegar allir innviðir eru sprungnir og náttúruhamfarir bætast við.
Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórn sem áttar sig ekki á þeirri grunnforsendu þjóðríkisins, að ríkisstjórn ber fyrst og fremst skylda til að huga að velferð eigin þjóðar og gæta hagsmuna hennar.
One Comment on “140 þúsund Gasabúar”
USA eru að slá met, mánuð eftir mánuð, í fjölda ólöglegra innflytjenda, um 200.000 á mánuði, frá því að Joe Biden tók við völdum. Hvað munar þeim um 140.000 hælisleitendur frá Gaza til viðbótar? Þeir munu bara auðga bandarískt samfélag! Á sama tíma berast fréttir frá New York, Chicago, Los Angeles, San Diego, Denver og fleiri stórborgum að þær séu á barmi gjaldþrots sökum kostnaðar við ´góðgerðarstefnu´ Demókrata. Glæpir hafa stóraukist, fyrirtæki loka, allt er að fara til fjandans til. Vesturlöndin eru í sjálsmorðsham, þar á meðal Ísland.