Sýning í Victoria og Albert-safninu í London er í brennidepli eftir að leiðtogi íhaldsmanna og hetjan Margaret Thatcher var skráð sem „nútíma illmenni“ ásamt Adolf Hitler og Osama Bin Laden. Hér að neðan má sjá útskýringatexta á listasýningunni:
Metro UK greinir frá: Fyrrverandi forsætisráðherra er getið á sýningu sem heitir Aðhlátursefni: Ríki heimsveldisins. Sagt er að horft sé á hlutverk húmors í tengslum við „sjálfsmynd, heimsveldi og völd síðustu tvö hundruð árin.“ Undir setti af brúðum er textinn:
„Í gegnum árin hefur vonda persónan í þessum brúðuleik við sjávarsíðuna breyst frá djöflinum yfir í óvinsælar opinberar persónur, þar á meðal Adolf Hitler, Margaret Thatcher og Osama bin Laden, sem bjóða upp á illmenni samtímans.“
Á öðrum stað á skjánum er líka brúða hinnar látnu barónessu úr hinum vinsæla háðsádeilu sjónvarpsþætti Spitting Image – þó ekki hafi þar verið vísað frekar í meinta illmennsku hennar.
Eftir mikla gagnrýni sagði V&A að það myndi endurskoða textann og uppfæra orðalagið „ef nauðsyn krefði.“ Sjá GB News hér að neðan.
Nile Gardiner, fyrrverandi aðstoðarmaður Thatcher, varði arfleifð hennar í heitum umræðum við rithöfundinn Jeni Barnett:
Lady Thatcher hafði prýðilegt lag til að takast á við öfgavinstrið og sósíalista. Hún gerði einfaldlega gys að þeim. Gleymum aldrei hugrekki og kunnáttu þessarar konu:
2 Comments on “Margrét Thatcher líkt við illmennin Hitler og Bin Laden á listasýningu í London”
Er ekki bara verið segja að sumir hafi séð hana í því ljósi? Sínum augum lítur hver silfrið.
„Hetjan“😂