Páll Vilhjálmsson og blaðamennirnir

frettinFjölmiðlar, Helga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Sannast sagna hefur verið forvitnilegt að fylgjast með málunum sem blaðamennirnir, meira að segja verðlaunablaðamenn, hafa rekið gagnvart Páli Vilhjálmssyni. Fyrir utan nokkrar greinar í eigin blöðum og miðlum sem blaðamennirnir hafa aðgang að hafa þeir kært hann fyrir meiðyrði.

Velti fyrir mér hvort Páli hafi verið boðið sama pláss í þessum fjölmiðlum!

Fokið í flest skjól þegar blaðamenn sem skrifa jafnvel illa um aðra þola ekki sjálfir gagnrýni og kannski sannleik um sjálfan sig.

Að lesa frásögn Páls um dómsmálið sem var tekið fyrir í gær var áhugavert. Merkilegt að Aðalsteinn þegir þunnu hljóði. Hvað er hann hræddur við? Segir máltækið ekki ,,þögn er sama og samþykki."

Blaðamennirnir hafa komið sér vel fyrir í stéttarfélagi blaðamanna. Virðast hafa yfirtekið það með Sigríði Dögg, sem hefur játað 100 milljón króna skattsvik, sem forustusauð. Blaðamenn eru eins og kennarar, hafa engan áhuga á stéttarfélagi sínu og því getur fólk rekið það eins og því sýnist. Sauðirnir geta líka, í nafni stéttarfélags, fylgt málum sem þeim hugnast persónulega.

Held að við getum sagt að skrif blaðamanna hafi versnað þegar hugsað er til gæða frétta og innihalds. Hefur sýnt sig að blöð berjast í bökkum. Ríkisvaldið púkkar sífellt undir rassinn á hinum ýmsu fjölmiðlum til að halda lífsmarki í þeim. En fréttaflutningurinn batnar ekki.

Blog.is er skemmtilegt að lesa. Þar skrifa menn um hin ýmsu mál. Sumu er fólk sammála öðru ekki. Í það minnsta hægt að lesa um ólík málefni, mörg hver vel rökstudd og vitnað til heimilda. Vert að minnast á að flestir bloggarar skrifa líka góða íslensku, annað en margir blaðamenn sem eru að störfum fyrir miðla hér á landi. Páll Vilhjálmsson er það fremstur meðal jafningja.

Skildu eftir skilaboð