Hvar er hinn íslenski Milei?

frettinErlent, Geir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Í seinustu forsetakosningum kusu Argentínumenn yfir sig róttækan frjálshyggjumann, með yfirburðum. Þessi maður, Javier Milei, lofaði með eins skýrum hætti og hægt er að hann ætlaði sér að vinda ofan af verðbólgunni, skuldasöfnuninni og spillingunni. Hann mætti á kosningafundi með vélsög til að skýra mál sitt.

Eftir að hann komst til valda hefur hann staðið við orð sín. Fjöldi ráðuneyta var helmingaður. Ríkisreknum fjölmiðli lokað. Falskt gengi gjaldmiðilsins fært nær svartamarkaðsverði hans.

Hann lofaði því hreinlega að við tæki mjög erfitt tímabil en að eftir það tæki við gott tímabil.

Núna er erfiða tímabilið að ganga yfir. Þingin eru að standa í vegi fyrir áformum hans. Dómstólar eiga við tilskipanir hans. Þessu var auðvitað búið að spá enda ekkert minna um vinstrimenn í Argentínu en annars staðar og þótt embætti forseta Argentínu sé öflugt þá eru aðrir angar ríkisvaldsins líka með áhrif.

Vangaveltur margra voru í þá áttina að það myndi takast að hægja á áformum forsetans nægilega mikið til að þau bæru ekki árangur, og að kjósendur snéru aftur til hefðbundinna sósíalista.

Núna eru 100 dagar liðnir af valdatíma Milei. Mótmæli eru mörg og stór. Milei er sakaður um að vilja útrýma samfélaginu, hvorki meira né minna.

Það gæti því komið mörgum á óvart að þrátt fyrir allt þetta þá séu vinsældir hans nokkuð stöðugar:

Við embættistöku tilkynnti Milei að ríkiskassi Argentínu væri tómur og að „það væru engir peningar til“. Samt hefur stuðningur við forsetann verið tiltölulega stöðugur þrátt fyrir harðar niðurskurðaraðgerðir hans og aukna fátækt í landinu. Nú síðast hafa skoðanakannanir hins vegar sýnt lítilsháttar lækkun á fylgi. Sem sagt, Milei hefur notið góðs af því að vara við og standa við loforð sitt um „erfitt fyrsta ár“ - helmingur íbúa Argentínu er sannfærður um að fórna þurfi til að koma landinu á réttan kjöl. Hinn helmingurinn hefur hins vegar miklar áhyggjur af þessari þróun.

**********

Upon taking office, Milei announced Argentina's state coffers were empty and that "there is no money." Yet support for the president has been comparatively stable despite his harsh austerity measures and the country's rising poverty rate. Most recently, however, opinion polls have shown a slight dip in approval ratings. That said, Milei has benefited from warning about and delivering on his promise of a "difficult first year" — half of Argentina's population is convinced that sacrifices must be made to get the country back on track. The other half, however, is deeply worried by these developments.

Það er sem sagt ennþá von fyrir Argentínu.

Núna vantar eins og einn Milei á Íslandi. Ekki í embætti forseta heldur forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem lifir í raunhagkerfinu. Slíkur forsætisráðherra leggur til að loka RÚV, skera niður bætur, draga úr rýrnun kaupmáttar, fækka ráðuneytum og svona mætti lengi telja. Þegar skuldasöfnunin hefur verið stöðvuð, sem tók Milei einn mánuð, þá er hægt að safna í sjóði og nota til að fjármagna skattalækkanir, innviðafjárfestingar og velferð.

Á Íslandi ríkir öfugt ástand: Lán eru greidd með nýjum lánum á meðan nýjum útgjöldum er lofað í sífellu. Fullur unglingur á útihátíð með greiðslukort foreldra sinna gæti státað af betri fjármálastjórn.

Kannski líta núna einhverjir til Milei og hans fyrstu 100 daga í embætti og hugsa með sér að ef kjósendur fá að heyra sannleikann að þá sætti þeir sig við að herða aðeins beltið sem valkost vil að fljúga fram af bjargbrún. Sjáum hvað setur.

Að lokum nokkrir leiðinlegir fyrirvarar:
Nei, ég er ekki sammála öllu sem Milei boðar.
Nei, ég er ekki alveg án athugasemda við málflutning hans og embættisverk.
Nei, ég er ekki að safna í skegg eins og Milei.

Skildu eftir skilaboð