Inger Støjberg, flokksformaður Danmerkurdemókratanna, telur að hver sá sem vill verða danskur ríkisborgari verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Krafan gildir ekki fyrir neinar aðrar þjóðir – heldur aðeins Ísrael, vegna þess að landið hefur „sögulega sérstöðu.“
Sem stendur þurfa allir sem vilja verða danskir ríkisborgarar að skrifa undir yfirlýsingu um hollustu og tryggð við Danmörku og danska samfélagið. Støjberg vill bæta við viðurkenningu um Ísrael og að hægt verði hægt að synja þeim um ríkisborgararétt í Danmörku sem ekki samþykkja tilverurétt Ísraels. Til viðbótar eiga þeir heldur ekki að geta orðið danskir ríkisborgarar sem nota slagorð hliðholl Palestínu eins og „frá ánni til sjávar.“ Støjberg segir:
„Við erum að sjá íslamska vakningu á þessum árum og mánuðum. Ekki bara í Danmörku heldur einnig í mörgum öðrum Evrópulöndum. Við getum séð fólk ganga um göturnar og hrópa „frá ánni til sjávar“ sem þýðir að þurrka eigi Ísraelsríki af yfirborði jarðar.“
„Við skulum muna, að danskur ríkisborgararéttur er ekki bara eitthvað sem maður fær. Maður verður að verðskulda hann.“
Stjórnarandstaðan gagnrýnin
Inger Støjberg bendir á, að Ísrael hafi „sögulega sérstöðu“ og þess vegna sé mikilvægt að hafa Ísrael með í umsókn um danskan ríkisborgararétt. Hún segir:
„Þetta er lítið lýðræðisríki umkringt andlýðræðislegum öflum, sem verið hefur miðpunktur deilunnar í mörg ár.“
Stjórnarandstaðan er hins vegar ekki hrifin af tillögunni. Marin Lidegaard, pólitískur leiðtogi Radikale Venstre, segir þetta vera „falstillögu til að skapa æsing.“ Hann telur einnig að tillagan sé ekki grundvölluð á lögum:
„Við veitum ríkisborgararétt á grundvelli hæfni. Að fólk geti talað dönsku, hversu mörg ár það hefur verið í landinu, hvað fólk hefur gert og ekki gert varðandi afbrot og svo framvegis. Það er sanngjarnt. – En að byrja að veita ríkisborgararétt á grundvelli stjórnmálaskoðana fólks, það er bæði rangt og út í hött.“
One Comment on “Støjberg: Nýir meðborgarar verði að viðurkenna Ísrael”
Vá hvað þessi gella er rugluð. Að þurfa að viðurkenna ríki sem lítur niður á alla sem ekki tilheyra þeirra trú er sturlun. Það átti aldrei að leyfa stofnun Ísraels aftur enda var landið þurrkað út á sínum tíma vegna sömu hugmyndafræði og það viðhefur í dag. Bara svona fyrir öfgafólkið sem stundar þennan vef og trúir öllu sem hér er birt, gyðingar eiga fullan rétt á að lofa þ, þurfa kannski smá hjálp til að komast yfir þessar ranghugmyndir sínar um mikilvægi sitt og að biblían sé eitthvað annað en skáldsaga með sögulegu ívafi en Ísrael ríki leið undir lok af gildri ástæðu og á engan tilverurétt í nútímanum.