Fánar Baldurs og Felix

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Forsetaframboðið Baldur og Felix - alla leið heldur úti Facebook-síðu. Sigurður Ásgeirsson skrifaði eftirfarandi færslu á síðuna:

Keyri framhjá húsinu ykkar daglega. Þið eruð duglegir að flagga, reyndar mjög svo. ESB-fánanum, hinsegin fánanum, úkraínska fánanum ... en aldrei íslenska fánanum. Hafið þið einhverja haldbæra skýringu á þessu?

Sigurður fékk ekkert svar. Tíu mínútum eftir að hann setti færsluna inn var hún tekin út af þeim sem hafa ritstjórnarvaldið. Í framhaldi var Sigurði úthýst, „ég var blokkeraður frá síðunni,“ skrifar Sigurður.

Ást á íslenska lýðveldinu er ekki ástæða forsetaframboðs Baldurs og Felix.

#image_title

#image_title

Skildu eftir skilaboð