Engar samúðarkveðjur frá Íslandi

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Við skulum senda samúðarkveðjur til Rússa

Föstudaginn 22. mars var framið hræðilegt hryðjuverk í tónlistarhöll í Moskvu. Íslamskir hryðjuverkamenn ÍSIS voru að verki og myrtu unga fólkið, sem var að fylgjast með tónleikum, með köldu blóði. Tala látinna er nú 137 manns. 

Hryðjuverk eru alltaf fordæmanleg og ekki skiptir máli á hverjum þau bitna. ÍSIS hafa tvisvar áður framið mannskæð hryðjuverk í tónlistarhúsum annars vegar í Bataclan í París og hins vegar í Manchester á Englandi. 

Þegar hryðjuverkin voru framin í Bataclan og Manchester sendu íslenskir ráðamenn strax samúðarkveðjur til ríkisstjórna og/eða forseta viðkomandi landa.

Nú að kvöldi dags tveim dögum eftir þetta hryllilega hryðjuverk ÍSIS í Rússlandi, hafa íslenskir ráðamenn ekki hafi haft döngun í sér til að senda Rússum samúðarkveðjur. Það er þeim til skammar. Vonandi verður úr þessu bætt strax.

Skildu eftir skilaboð