Sænska hugveitan Oikos hefur nýlega birt skýrslu (sjá pdf að neðan) sem sýnir, að vinstri flokkar í Svíþjóð, Sósíaldemókratar S, Umhverfisflokkurinn MP og Vinstri V, skera sig úr hvað varðar gyðingahatur. Þessir flokkar hafa einnig flesta stuðningsmenn sem áreita gyðinga og fremja hatursglæpi gegn gyðingum.
Í skýrslunni, sem hefur hlotið nafnið „gyðingahatur sænskra vinstrimanna og stuðningur við ofbeldishópa í Palestínu,“ kemur fram, að þrátt fyrir að flestar stórar stjórnmálahreyfingar í Svíþjóð séu ekki syndlausar varðandi gyðingahatur, þá eru vinstri flokkarnir greinilega áberandi.
Meðal annars er sýnt fram á, að gyðingahatur er útbreitt meðal stuðningsmanna og fulltrúa þessara flokka. Stuðningsmenn vinstri flokkanna eru frekar reiðubúnir að fara yfir strikið frá gyðingahatri yfir í raunhæfar aðgerðir í formi áreitni og hatursglæpa.
Jafnframt segir í skýrslunni, að þessir rauðgrænu flokkar jafnaðarmanna, sósíalista og umhverfissinna hafi allir haft þingmenn eftir ár 2000 sem hafa löggilt hryðjuverkasamtökin Hamas.
Það sem er alvarlegra, er að þessir aðilar tóku einnig þátt í skipulögðu samstarfi við að minnsta kosti fjögur gyðingahaturssamtök í „Palestínu“ sem studdu fjöldamorðin á óbreyttum gyðingum þann 7. október á síðasta ári.
Á vefsíðu sinni skrifar Oikos að S, V og MP
„hafi veitt nokkrum af þessum ofbeldishópum fjárhagslegan stuðning og þannig í reynd fjármagnað hryðjuverk gegn gyðingahatri.“
Skýrslan er sögð er vera víðtæk „kortlagning á gyðingahatri og stuðningi sænskra vinstrimanna við ofbeldishópa í Palestínu.“ Lesa má skýrsluna hér að neðan:
den-svenska-vansterns-antisemitism-och-stod-till-valdsbejakande-grupper-i-palestina
One Comment on “Gyðingahatur útbreitt meðal vinstri manna í Svíþjóð”
Gríðarlegt kristhatur er sumstaðar landlægt, og jafnvel undirliggjandi hjá allmörgum íslenskum stjórnmálamönnum . En svoleiðis hugarbrenglun þykir ekkert tiltökumál á íslandi og víðar.