Kynskipti barna bönnuð í Wyoming, Bandaríkjunum

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TransmálLeave a Comment

Í mörgum vestrænum samfélögum vinna pólitískir rétttrúaðir að því að gera börnum kleift að skipta um kyn, burtséð frá því hvað foreldrum þeirra finnst. Ríkisstjóri repúblikana í Wyoming, Mark Gordon, gerir hið gagnstæða og bannar kynleiðréttingu barna.

Mark Gordon, undirritaði á föstudag frumvarp sem gerir það ólöglegt að framkvæma kynleiðréttingu á börnum. Fox News greinir frá því, að læknar mega ekki framkvæma læknisaðgerðir til að breyta kyni barns, sérstaklega þær sem fela í sér að viðkomandi geti ekki eignast börn í framtíðinni.

Tryggir réttindi foreldra

Í frumvarpinu er meðal annars bannað að gefa börnum lyf sem leiða til ófrjósemi eins og kynþroskahemla og álíka efnablöndur. Undantekningar hafa verið gerðar fyrir læknisfræðileg tilvik með erfðasjúkdóma sem hafa áhrif á kynþroska. Foreldrar munu alltaf eiga síðasta orðið. Gordon sagði samkvæmt Fox News:

„Löggjöf okkar þarf að hafa skýr markmið varðandi réttindi foreldra. Þó að yfirvöld hafi forgangsrétt í sumum tilvikum, þá staðfestir það réttindi foreldra í öðrum tilvikum.“

Auk banns við kynleiðréttingu barna kveður frumvarpið á um fóstureyðingar í ríkinu. Meðal annars verður krafist ákveðinna leyfa fyrir fóstureyðingastofur.

Skildu eftir skilaboð