„Ríðum ó skítur“ og „Allir eru að fá sér“ syngur barnakór Kársnesskóla

frettinInnlent, TónlistLeave a Comment

Athygli vakti um helgina þegar að barnakór Kársnesskóla var fengin til að syngja með frægum röppurum hérlendis, annars vegar í þætti Gísla Marteins á RÚV og hins vegar á Hlustendaverðlaunum 2024.

Textinn í laginu sem börnin syngja með Jóa P. og Króla, útlegst á íslensku „ríðum ó skítur“ eða "fuck ´o shit." Þetta sungu börnin í sjónvarpssal ríkissjónvarpi allra landsmanna. Nokkrir aðilar, hafa bent Fréttinni á að slík dónaleg orðræða, myndi hvergi í heiminum líðast hjá ríkismiðlum, í flutningi ólögráða barna.

Börnin komu svo aftur fyrir á Hlustendaverðlaununum 2024, með Rottweiler hundunum, þeim Erpi og Ágústi Bent.

Þar sungu börnin textann, „Allir eru að fá sér“. Flestir fullorðnir setja þá merkingu við að neyta áfengis og/eða fíkniefna.

Stjórnendur Kársnesskóranna, eru þær Þóra Marteinsdóttir og Álfheiður Björgvinsdóttir.  Netverjar velta fyrir sér hvort einhverskonar siðrof eigi sér stað, eða í það minnsta um mikla lágmenningu hér um að ræða, þar sem kórinn hefur alla tíð verið þekktur fyrir að vera mikilvæg uppeldisstofnun í tónlist og menningu.

Menn spyrja sig að því hvort hér sé um að ræða brot á barnaverndarlögum.

Klippur úr myndefninu má sjá hér neðar, hver vill láta börnin sín syngja, „ríðum ó skítur“?


Skildu eftir skilaboð