Bandaríkin gætu farið sömu leið og Svíþjóð

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, InnflytjendamálLeave a Comment

Elon Musk dreifir grein eftir Douglas Murray sem birtist í New York Post, þar sem varað er við því að Bandaríkin kunni að hljóta sömu örlög og Svíþjóð, ef hömlulaus innflutningur fólks frá þriðja heiminum heldur áfram. Í fyrirsögn greinarinnar eru Bandaríkjamenn hvattir til að „skoða Svíþjóð og forðast glundroða í kjölfar stjórnlausra fólksinnflutninga.“ Murray vísar til mesta ólöglegs innflutnings fólks í sögu í Bandaríkjanna og bendir á Svíþjóð sem skelfilegt fordæmi.  Hann skrifar:

„Allt sem Bandaríkjamönnum hefur verið sagt að tala ekki um á undanförnum árum, áttu Svíarnir heldur ekki að tala um. Stundum voru það stóru, skeggjaðu mennirnir sem komu inn í landið og sögðust vera flóttabörn og voru strax settir í skólastofur fullum af börnum.“

Annað sem Svíar máttu ekki tala um var að innflytjendur stóðu að baki nánast allra hópnauðgana í landinu, að sögn Douglas Murray. Í ofanálag jukust alvarleg ofbeldisverk og sprengingar gríðarlega mikið.

„Í byrjun reyndu sænskir fjölmiðlar að þegja yfir fjölgun sprengjuárása en neyðast núna til að greina frá þeim. Svíþjóð hefur á nokkrum árum breyst úr friðsælli paradís í land með næstflestum sprengjuárásum allra landa í heiminum sem eru ekki í stríði. Eina landið með fleiri sprengjuárásir er okkar eigið nágrannaland Mexíkó.“

Svíar sem tóku eftir og ræddu þessi mál voru fljótt stimplaðir sem fordómafullir útlendingahatarar. Douglas Murray nefnir einnig Louise Meijer, leiðtoga Móderata í dómsmálanefndinni, sem áður skrifaði fræga ræðu Fredrik Reinfeldts forsætisráðherra um að Svíar ættu að „opna hjörtu sín.“ Louise Meijer viðurkenndi að lokum, að hún hafði rangt fyrir sér.

Elon Musk dreifir greininni í færslu á X, þar sem hann útskýrir, að hann sé hlynntur „að aukið verði og flýtt fyrir löglegum innflytjendum.“

Skildu eftir skilaboð