Ósigur loftslagsspámanna: ESB setur „náttúrulög“ á hilluna

Gústaf SkúlasonEvrópusambandið, Gústaf Skúlason, Landbúnaður, Loftslagsmál, MótmæliLeave a Comment

Með hliðsjón af framgangi hægriflokka innan aðildarríkja Evrópusambandsins fyrir kosningarnar til ESB-þingsins í júní, þá óttast margir glóbalískir stjórnmálaleiðtogar um stöðu sína og hafa því gefið eftir hluta af misheppnaðri, lamandi umhverfisstefnu sinni – aðallega vegna mikillar uppreisnar bænda í aðildarríkjum ESB. Það nýjasta er að svo kölluð „náttúrulög“ með kröfu til bænda um að „endurheimta náttúrusvæði“ er lögð á hilluna a.m.k. fram yfir þingkosningarnar.

Atkvæðagreiðsla um samþykki laganna sem fara átti fram í gær var felld niður eftir að Ungverjar drógu stuðning sinn við frumvarpið til baka. Umhverfisráðherrar ESB-landanna aflýstu atkvæðagreiðslunni eftir að Búdapest sagðist ekki lengur styðja stefnuna. Með ákvörðun Ungverjalands er ekki lengur sá naumi „styrktur meirihluti“ sem þarf til að samþykkja lög.

Reuters greinir frá: Náttúrulögin eru það nýjasta í umdeildri umhverfisstefnu ESB, þar sem stjórnmálamenn reyna að bregðast við margra mánaða mótmælum reiðra bænda gegn grænum reglugerðum ESB. ESB hefur þegar veikt fjölmargar grænar reglur til að reyna að sefa bændur. Aniko Raisz, umhverfisráðherra Ungverjalands, sagði við fréttamenn á mánudag:

„Landbúnaðurinn er mjög mikilvæg atvinnugrein, ekki aðeins í Ungverjalandi heldur alls staðar í Evrópu.“

Raisz sagði að Ungverjaland væri ekki á móti því að vernda náttúruna en að umhverfismarkmið þyrftu „að vera raunhæf og taka tillit til þeirra atvinnugreina sem verða fyrir áhrifum.“

Fleiri lönd en Ungverjaland lögðust gegn málinu. Umhverfisráðherrarnir áttu að ræða stefnuna síðdegis á mánudag og auk Ungverjalands voru Ítalía, Holland og Svíþjóð á móti tillögunni. Austurríki, Belgía, Finnland og Pólland ætluðu að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni.

Bændur úða fljótandi mykju að lögreglunni í Brussel.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð