Hvert fóru allir Sjálfstæðismennirnir?

frettinInnlent, Jón Magnússon, PistlarLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fyrir nokkru kom út bókin "Where have all the Democrats gone? The soul of the party in the age of extremes", þar er m.a. fjallað um grundvallarbreytingar sem hafa orðið á Demókrataflokknum í Bandaríkjunum, sem valda því, að flokkurinn er annar í dag og stendur fyrir allt önnur gildi en áður. 

Gott væri ef fjallað væri um Sjálfstæðisflokkinn eins og gert er í Bandaríkjunum um Demókrataflokkinn. 

Þegar horft er til verka ríkisstjórnarinnar og fyrir hvað hún stendur væri nær að spyrja hvar voru Sjálfstæðismennirnir?

Af hverju hafa ríkisskuldir aukist svo gríðarlega að hlutfall þeirra er nú 102.3% af þjóðarframleiðslu. Af hverju er  hallarekstur ríkissjóðs viðvarandi. Af hverju tróna íslenskir tekjuskattsgreiðendur nú á toppnum allra skattgreiðenda í OECD?

Af hverju örlar ekki á viðleitni til ráðdeildar og sparnaðar í ríkisrekstrinum? 

Af hverju sýnir sjálfstæðisflokkurinn ekkert hugmyndafræðilegt viðnám gegn woke og vinstri hugmyndum Vinstri grænna t.d. kynrænu sjálfræði, hatursorðræðu og  loftslagsbreytingum. 

Brýnt er að spurt sé hvar eru allir sjálfstæðismennirnir? Gæti verið að breytingarnar séu svo miklar að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir allt önnur gildi og pólitík en áður? 

Skildu eftir skilaboð