ESB ætlar að eyðileggja fornbílamenninguna

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, Gústaf Skúlason, Rafmagnsbílar1 Comment

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins situr ekki auðum höndum við að gera lífið leiðinlegra fyrir íbúa aðildarríkjanna. Núna leggur hún til, að útrýma verði fornbílum, þrátt fyrir að þeir séu í fínasta lagi, líti vel út og séu löglegir samkvæmt núverandi lögum. Í nafni „sjálfbærni“ og til að „vernda“ grænu bílaframleiðsluna á að endurvinna efni eldri bíla. Litið verður á fornbíla sem „rusl.“Verði lögin að veruleika gætu hundruð þúsunda eða milljóna þurft að henda fornbílum sínum á sjálfbæran ruslahaug ESB.

Hjá sænsku Umhverfisstofnuninni brosa menn breitt og gleðjast yfir tillögum framkvæmdastjórnarinnar. En einhverra hluta vegna velta þeir því samtímis fyrir sér, hvort það samrýmist Evrópusáttmálanum að taka ökutæki af eigendum sínum gegn vilja þeirra.

Hjá sænska Konunglega bílaklúbbnum, KAK, eru menn í miklu uppnámi. Anders Ydstedt, formaður, sérfræðingaráðs KAK segir við Carup:

„Að skilgreina bíla sem rusl sem komast ekki í gegnum skoðun eða er dýrt að gera við, mun eyðileggja alla áhugamennsku á bifreiðum. Það má bera þetta saman við önnur menningarverðmæti. Það myndi krefjast gífurlegrar áreynslu að koma Colosseum í Róm eða Parthenon í Aþenu í upprunalegt horf, en engum dettur í hug að líta á byggingarnar sem rusl.“

95% endurunnið

Að sögn KAK hafa þegar náðst miklir framfarir í meðhöndlun úr sér genginna bíla, því hægt er að endurvinna allt að 95% hvers ökutækis. Ydstedt telur að bílaiðnaðinn sé til fyrirmyndar í samfélaginu.

Sænska bílasögufélagið mótmælir einnig harðlega lagatillögu ESB. Jan Tägt, sérfræðingur í farartækjum og reglugerðum, telur að framkvæmdastjórn ESB vilji koma því á framfæri, að fornbílar séu tengdir ólöglegri starfsemi og svörtum viðskiptum með varahluti.

Ákvörðun er að vænta eftir 1-2 ár.

One Comment on “ESB ætlar að eyðileggja fornbílamenninguna”

  1. Umhverfisvænst er að halda bílnum sem lengst á götunni þannig að þetta er eins og önnur umhverfisvernd ESB, til aukinnar mengunar. Mestur útblástur frá bílum er í framleiðslu þeirra þannig að þetta meikar ekkert sens.

Skildu eftir skilaboð