Bréf Pontíusar Pílatusar til Tíberíusar keisara um Jesú Krist

frettinHallur Hallsson, Pistlar, Trúmál1 Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Upprisa Jesú Krists er áhrifamesti viðburður mannkynssögunnar, píslardauði Jesú á krossinum á föstudaginn langa fyrir senn tvö þúsund árum. Frá öndverðu hafa menn deilt um hvort Jesú hafi raunverulega verið uppi í Landinu helga. Vitnisburðir Biblíunnar segja að svo hafi verið. Við höfum frásagnir guðspjallanna, trúverðugar og áhrifamiklar. Þar er þó engin lýsing á útliti Jesú sem út af fyrir sig skiptir ekki máli. Flest þekkjum við frásögn Bibilíunnar að Jesú hafi verið pyntaður og krossfestur á dögum Pontíusar Pílatusar. Fáir vita af bréfi Pontíusar Pílatusar til Tíberíusar keisara og réttargögnum yfir Jesú Kristi. Pílatus lýsir yfirbragði og útliti Jesú. Árið 1913 kom út þýðing um hina miklu atburði: “Archko Volume – Bréf Pontíusar Pílatusar til Ceasars um Jesú Krist.“ Fornrit Sanhedrim og Talmud Gyðinga. Opinber dómsgögn frá dögum Jesú Krists, þýðing dr. McIntosh og dr. Tyman, fornrita deild [lodge] Genúa, Ítalíu. Frá handritum í Konstantínópel og gögnum Öldungaráðs Vatikansins í Rómaborg. Útgefandi W.F. Randall, fornbókafélagið í  Fíladelfíu, USA. Bréf Pontíusar Pílatusar er í VIII kafla verksins.

Jesús ljóshærður með skegg

Pílatus kvað Jesú hafa verið ljóshærðan með skegg. Hann kvaðst fyrst hafa séð Jesús frá Galileu yfirvegaðan ávarpa fjöldann um nýtt lögmál í nafni guðanna; “in the name of the gods“, hallandi sér upp að tré. Pílatus skrifaði: “Gyllt hár hans og skegg gáfu útiliti hans himnesk yfirbragð; celestial aspect. Hann virtist um þrítugt ... Ég yrði ekki hissa að þegar tíma líða kunni þessir atburðir breyta örlögum þjóðar okkar. Ég er nánast tilbúinn að segja, að bölvaður sé sá dagur þegar ég lét undan[lýðnum].“ Jesús færði mannkyni skilning á lífi í ljósi. Þú, ég og við öll erum andi sem birtum okkur í efni frá getnaði til dauða. Þessi skilningur varð undanfari kristinnar siðmenningar, lýðræðis, jafnréttis og vísindalegrar þekkingar. “Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ sagði Jesú sem lofaði að opna augu okkar og senda Heilagan anda. Í tvö þúsund ár bráðum hefur kristið fólk farið fram fyrir Jesú og þegið gjafir hans. Fólk hefur játað syndir sem Jesú tekur á sínar herðar. Enginn söfnuður, engin kennisetning, engir milliliðir, engir kennimenn, aðeins ábyrgð fyrir Guði Drottni allsherjar. Þú biður Jesú Krist að koma inn í líf þitt. Allt og sumt.

Bréf Pontíusar Pílatusar til Ceasars um Jesú Krist.

One Comment on “Bréf Pontíusar Pílatusar til Tíberíusar keisara um Jesú Krist”

  1. Jesús er Konungur. Við þurfum fólk inn á þing sem varðveitir þessa Kristnu arfleið okkar. Þetta guðlausa hyski sem er þarna hefur engu skilað til samfélagsins og kallar dóm yfir sig sjálfa, sem er svo sem ágætt þar sem Kristnir fasta og biðja að þeirra myrkraverk lendi ekki á hinum almenna borgara landsins heldur þeim sem valda henni, þið í ríkisstjórn. Guð blessi Ísland og biðjum um hreinleika inn á þetta þing og stofnanir landsins!

Skildu eftir skilaboð