Hvað veldur?

frettinInnlent, Jón Magnússon, PistlarLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Hvað rekur stjórn Landsbanka Íslands til að ætla að gera vondan samning um kaup á tryggingarfélaginu TM?  Með öllu er ljóst, að það eru ekki hagsmunir bankans, sem hafðir eru í fyrirrúmi, þar sem hagnaður af rekstri TM er ekki slíkur að afsaki fjárfestinguna. 

Bankastjórn og bankastjóri hafa ekki réttlætt áformin um kaup á TM með einum eða neinum hætti. Hvað skyldi síðan valda því. 

Hvað veldur því að stjórn og bankastjóri Landsbankans gerir ekki eina hluthafanum, ríkinu viðhlítandi grein fyrir þeirri ætlun sinni að kaupa tryggingarfélag á yfirverði. 

Svör bankastjórnar til þessa eru ekki viðhlítandi og þess eðis að hlítur að vekja grunsemdir um að það sé eitthvað annað en hagsmunir Landsbankans og hluthafans, ríkisins, sem bankastjórn og bankastjóri láta ráða för. 

Birna Einarsdóttir og bankaráð Íslandsbanka létu af störfum fyrir minni sakir en þær sem bankaráð og bankastjóri Landsbankans gera sig nú sek um. 

Hér er greinilega skrýtinn fiskur undir steini og bankastjórnin hefur ekki réttlætt gjörðir sínar með einum eða neinum hætti og þegar þannig háttar til er eðlilegt að vondar grunsemdir vakni. 

Skildu eftir skilaboð