Hvíta húsið gerir 31. mars að þjóðardegi transfólks

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Transmál3 Comments

Hvíta húsið lýsir yfir, að 31. mars verði þjóðardagur transfólks í Bandaríkjunum: „Dagur sýnileika transfólks.“ 31. mars í ár er Páskadagur, þegar kristnir fagna upprisu frelsarans. Joe Biden skrifar í yfirlýsingu Hvíta hússins:

„Á sýnileikadegi transfólks heiðrum við ótrúlegt hugrekki og framlag transfólks í Bandaríkjunum og ítrekum skuldbindingu þjóðar okkar um að mynda fullkomnara bandalag – þar sem allt fólk er skapað jafnt og meðhöndlað jafnt alla ævi.“

„Ég er stoltur af því, að stjórn mín hefur frá upphafi staðið fyrir réttlæti og unnið að því að tryggja að LGBTQI+ samfélagið geti lifað opinskátt í öryggi, með reisn og virðingu. Ég er stoltur af því að hafa skipað leiðtoga transfólks í stjórn mína og að hafa bundið enda á bann við því, að trans Bandaríkjamenn þjóni opið í hernum okkar.“ 

Biden lét ekki tækifærið ónotað að samtímis hrauna yfir „öfgamenn“ sem vilja að foreldrar hafi ákvörðunarrétt um efnis skólabóka um kynferðismál fyrir börn og vilja banna limlestingu ólögráða barna með „kynbreytingum.“ Biden skrifaði:

„Öfgamenn eru að leggja til hundruð hatursfullra laga sem beinast að og hræða transbörn og fjölskyldur þeirra – þagga niður í kennurum; banna bækur; og jafnvel hóta foreldrum, læknum og hjúkrunarfræðingum með fangelsi fyrir að aðstoða foreldra að sjá um börn sín.“

„Þess vegna boða ég, JOSEPH R. BIDEN JR., forseti Bandaríkjanna, í krafti þeirrar heimildar sem mér er falin samkvæmt stjórnarskránni og lögum Bandaríkjanna, hér með 31. mars 2024, sem Dag sýnileika transfólks. Ég skora á alla Bandaríkjamenn að sameinast okkur í að lyfta lífi og röddum transfólks um alla þjóð okkar og vinna að því að útrýma ofbeldi og mismunun á grundvelli kynvitundar.“

 

3 Comments on “Hvíta húsið gerir 31. mars að þjóðardegi transfólks”

  1. Viðurstyggðin er að ná yfirhöndinni í heiminum, að gera 31 mars að transdegi er móðgun við Guð. Er það furða að hinni bandarísku þjóð verði eytt? Fána Satans er flaggað víðsvegar um heiminn, skelfilegt.

  2. Þetta snýst ekki um hægri eða vinstri, þetta er gott vs illt. Margir sem betur fer farnir að sjá það í dag og muna eftir Drottni Jesú sem reis upp á 3 degi sem Konungur konunga og okkur mönnum gefið tækifæri í gegnum Krist að nálgast Föðurinn á himnum!

Skildu eftir skilaboð