Réttarhöld sem geta skorið úr um hvað kona er

frettinErlent, Helga Dögg SverrisdóttirLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Það vefst fyrir mörgum hvað kona er.

Réttarhöldin ,,Tickle vs. Giggle“ gegn áströlsku konunni Sall Grover geti haft þýðingu fyrir konur, líka í Danmörku segir Lotte Ingerslev, því þau fjalla m.a. um túlkun á orðinu „kona“ sem kemur fyrir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn kallast CEDAW. Danir samþykktu sáttmálann. Hér má sjá færslu Lotte sem ég hef stuðst við í blogginu. Ísland er líka aðili að sáttmálanum.

CEDAW stendur fyrir “Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination against Women.“ Sáttmálinn er frá aðalfundi Sameinuðu þjóðanna árið 1979 og hann má sjá hér.

Sáttmálinn segir að ekki megi mismuna konum.

En málið er að í réttarhöldunum “Tickle vs. Giggle“ kemur spurningin, “what is a woman?“ Hvað er kona?

Túlkunin á orðinu „kona“ verður afgerandi í þessum réttarhöldum. Getur líka orðið afgerandi fyrir Danmörku og Ísland því bæði löndin eru aðilar að sáttmálanum.

Sall Grover hannaði samfélagsmiðil sem er bara fyrir konur. Hún nefndi miðilinn ,,Giggle.“ Hún neitaði karlmanni sem heitir „Roxanne“ (Roxy) Tickle aðgang að Giggle appinu.

Hr. Tickle staðhæfir að hann sé kona og þess vegna eigi hann að fá aðgang að appinu. Karlmaðurinn “Roxy“ dró Sail Grover í réttarsal vegna málsins. Réttarhöldin byrjuðu 9. april.

Hér má sjá viðtal við Sall Gorver við femínistann Julie Bindel áður en réttarhöldin hófust. Í viðtalinu segir hún skýrt að þegar fjallað er um konu í sáttmálanum er átt við líffræðilega konu.

Julie segir Sall ekki geta tapað málinu og karlinn getur ekki unnið. Þetta fjallar um að rústa réttindum kvenna og þess vegna er þessi leið farin segir hún síðar í viðtalinu við Sall.

Fjölmiðlar í Ástralíu eru jafnmeðvirkir og á Íslandi, hylla bara trans hugmyndafræðina. Sall sagðist hafa sent tölvupóst til margra fjölmiðla, engin svör. Fjölmiðlar vita að ég hef rétt fyrir mér og þess vegna fjalla þeir ekki um málið.

Spyrja má af hverju 53 ára gamall karlmaður vilji nota kvenna appið Giggle. Velta má vöngum yfir því. Sall segir svo réttilega, konur þurfa ekki að rökstyðja af hverju þær vilja einkarýmin í friði frá karlmönnum.

Sall safnar nú fyrir réttarhöldunum sem munu kosta offjár.

Skildu eftir skilaboð