Yfirlýsing David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands um að „Úkraínustríðið gefi ótrúlega mikið fyrir peninginn” hefur vakið athygli.
Cameron og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, héldu nýlega sameiginlegan blaðamannafund í Washington. Stríðið í Úkraínu var aðal umræðuefnið. Bæði Cameron og Blinken töluðu um mikilvægi þess að endurvopna heri sína:
„Til að efla og sýna fram á lýðræðisleg gildi og frjálsari, friðsamlegri og farsælli heim.”
„Gríðarlega mikið” fæst fyrir peninginn
Í Bandaríkjunum vex andstaðan við að halda áfram að senda vopn fyrir hundruð milljarða til hins stríðshrjáða lands í Evrópu. Breski utanríkisráðherrann reyndi að draga úr andstöðunni með því að fullyrða, hversu hagkvæmt stríðið er fyrir Bandaríkin. Cameron sagði:
„Það besta sem við getum gert á þessu ári er að halda Úkraínu í gangi í þessu stríði. Þeir berjast svo hraustlega. Þeir munu ekki tapa vegna skorts á móral.”
„Bandaríkin og aðrir fá gríðarlega mikið fyrir peninginn. Fyrir kannski um 5 – 10% af varnarkostnaðinum hefur næstum helmingur herbúnaðar sem Rússland átti fyrir stríð verið eyðilagður. Ekki einn einasti bandarískur hermaður hefur verið drepinn. Þetta er fjárfesting í bandarísku öryggi!”
Sjónarspilið vekur viðbrögð á samfélagsmiðlum og margir velta því fyrir sér, hvort leiðtogum hins vestræna heims láti sig úkraínsku þjóðina nokkru máli skipta.
Varar við „sterkara bandalagi“
Yfirlýsing Camerons kemur á sama tíma og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, reynir að skrapa saman 100 milljörðum evra sem á að duga til að halda stríðinu gangandi næstu fimm árin. Hann segir í viðtali við BBC að hann sé sannfærður um, að Nató nái samkomulagi um peningapakkann fyrir júlí í ár.
Peningapakkinn til að tryggja áframhald stríðsins á að vera trygging sem neyðaráætlun ef Donald Trump verður kjörinn forseti Bandaríkjanna í haust. Öllum er ljóst að leiðtogi repúblikana vill binda enda á stríðið. Með því að tryggja langtímafjármögnun vill Nató vinna gegn niðurstöðum frjálsra kosninga og vilja kjósenda í þýðingarmesta ríki bandalagsins. Nató vill halda Úkraínustríðinu í gangi til fjölda ára burtséð frá vilja lýðræðislegra kjörinna valdhafa.
Stoltenberg varar einnig við bandalagi Rússlands, Kína, Írans og Norður-Kóreu. Hann telur að það sé mikilvægt, að Nató „standi sig gegn sterkari bandalagi einræðisafla.”
One Comment on “Stríðið í Úkraínu „gefur mikið fyrir peninginn””
Vald er viðurstyggð, sama hvaða nafni það vill kallast.