„Ef Evrópa vaknar ekki, þá munuð þið öll deyja”

Gústaf SkúlasonBókmenntir, COVID-19, ErlentLeave a Comment

Andspænis ódýrinu „Facing the Beast“ er titill nýrrar bókar bandaríska rithöfundarins og blaðamannsins Naomi Wolf. Þetta er bók um „traust, hugrekki og andspyrnu á nýjum dökkum tíma.“ Dagskrárgerðarmaðurinn Flavio Pasquino bauð Naomi Wolf í viðtal hjá blckbx.tv (sjá að neðan) til að ræða um bókina meðal annars..

Wolf var pólitískur ráðgjafi í forsetaherferðum Bill Clinton og Al Gore og skrifaði þá metsölubókina ár 2007: Endalok Bandaríkjanna „The End of America.” Þar lýsir hún tíu skrefum í umbreytingarferlinu frá opnu samfélagi yfir í fasískt kerfi í nútímanum.

Naomi Wolf var lengi vel þekkt sem mjög virtur rithöfundur en sú ímynd hefur breyst á síðasta áratug. Hún varð ímynd samsæriskenningasmiða og harðlega gagnrýnd fyrir skoðanir sínar á ISIS og ebólufaraldrinum. Árið 2021 var hún sökuð um að dreifa rangfærslum um Covid-19, lokanir og mRNA bóluefnin. Reikningum hennar var lokað á YouTube, X og Facebook.

Þrátt fyrir allt umstangið gaf hún sem blaðamaður og rithöfundur ekkert eftir. Í þessu ítarlega viðtali má kynnast því vel, hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Þrátt fyrir allar þær ógnir sem steðja að mannkyninu, þá trúir Wolf á hið góða og er bjartsýn á framtíðina.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð