Eurovision hefur aldrei verið eins pólitískt

Gústaf SkúlasonErlent, EurovisionLeave a Comment

Eurovision segist vera tónlistarviðburður án stjórnmálaskoðana. Raunveruleikinn er annar. Til dæmis var Rússland útilokað frá keppninni frá og með 2022. Þá átti Rússland að vera með í seinni undanúrslitakeppninni en var útilokaði eftir innrásina í Úkraínu. Núna hefur Eurovision orðið bitbein gyðingahatara sem þola ekki að sjá fulltrúa Ísrael koma fram í keppninni. Umfangsmikil mótmæli hafa verið í Malmö gegn Ísrael og til stuðnings hryðjuverkasamtökum Hamas. Stuðningsmenn Ísraels mótmæltu Hamas en í mjög takmörkuðum hópi.

Kjósa með Ísrael til að sýna Gyðingum stuðning

Margir stjórnmálamenn segjast núna ætla að kjósa Ísrael í kvöld til að sýna Gyðingum stuðning að sögn sænska TV4. Vinningshafinn verður valinn að hluta með atkvæðum áhorfenda og að hluta með atkvæðum dómnefndar. Þannig skrifar Lars Beckman, þingmaður Móderata á X ( sjá neðar á síðunni):

„Núna hefur þögli, ábyrgi, meirihlutinn tækifæri til að kjósa Ísrael í hátt sæti á morgun til að sýna grenjugargandi vinstra liðinu hvar við stöndum í Ísraelsmálinu. Ísrael er velkomið að koma númer 2 á eftir Svíþjóð 🙂.”

Helsti frambjóðandi Kristilegra demókrata fyrir komandi ESB-kosningar, Alice Teodorescu Måwe, hefur deilt færslu frá Aron Flam með yfirskriftinni „Þannig kýst þú Ísrael.” Richard Jomshof, einn helsti stjórnmálamaður Svíþjóðardemókrata, skrifar að í fyrsta skipti muni hann kjósa gegn „gyðingahatrinu svo þeir munu ekki komast upp með þau mótmæli sem hafa verið gerð.”

Væri frábært ef Ísrael ynni Eurovision

Stjórnmálamenn í öðrum löndum hafa einnig tilkynnt að þeir muni kjósi Ísrael af pólitískum ástæðum. Þannig skrifar viðskiptaráðherra Finnlands Wille Rydman á X:

„Það yrði í raun æðislegt ef Ísrael myndi vinna Eurovision í ár. Það geta greinilega allir haft áhrif á það með því að kjósa. Það yrði þá að minnsta kosti vísbending um, að Evrópa hoppi ekki í takt við Hamas-áróðurinn.”

Pólitíkin ræður ríkjum í „ópólitískri” samkeppni

Blaðamaður TV4, Filip Stiller Borowicz, telur að útgáfan í ár sé pólitísk. Í fréttaskýringu á föstudaginn gerði Victor Eriksson aðalritstjóri Frelsisfréttanna ráð fyrir, að Ísrael myndi vinna keppnina. Er það m.a. vegna allrar athyglinnar sem mótmælin gegn Ísrael hafa vakið. Eurovision klippti burtu búhróp áhorfenda þegar Eden Golan fulltrúi Ísraels flutti lag sig í undanúrslitakeppninni. Þá hafa ítalskir fjölmiðlar skrifað um háar atkvæðatölur fyrir Ísrael.

Það verður því spennandi að sjá atkvæðagreiðsluna í kvöld, þar sem Eurovision í ár er svo litað átökum Ísraels og Hamas.

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð