Mótmælin gegn þátttöku Ísraela í Eurovision náði nýjum hæðum þegar hópur mótmælenda fór inn á sjónvarpsstöðina Yle með kröfuna „Stoppið Eurovision.“ Fréttir bárust laugardagsmorgun um að hópur mótmælenda hafi farið inn á skrifstofur sjónvarpsstöðvarinnar Yle í Helsinki.
„Ísrael notar Eurovision sem vettvang“
Yle er ekki beinlínis að básúna út fréttum af atvikinu. Skrifar bara að:
„Um tíu manns óska eftir því, að Yle sniðgangi Eurovision með því að senda hana ekki út.“
Samkvæmt gyðingahöturunum, þá notfærir Ísrael sér sönglagakeppnina til að bæta alþjóðlega ímynd sína, sem hefur orðið fyrir verulegum skaða vegna stríðsins á Gaza-svæðinu.
Hufvudstadsbladet segir nánari fréttir af atburðinum. Um var að ræða 40 manna hóp frá hreyfingu námsmanna „Stúdentar fyrir Palestínu.“ Samkvæmt fréttinni reyna þeir ekki að hindra að sjónvarpsstarfsmenn geti unnið störf sín en vilja vekja athygli á ástandinu á Gaza-svæðinu.
Yfirmaður segir koma til greina að sniðganga Eurovision
Einn mótmælendanna, Wille Blomberg, vekur athygli á yfirlýsingu Ville Vilén, yfirmanns Yle fyrir skapandi efni og fjölmiðla. Vilén á að hafa sagt, að það gæti komið til greina að hætta við Eurovision, ef ástandið yrði verra.
Fjöldi látinna liggja í valnum í stríði Ísraels og Hamas og er talan komin yfir 34.000. Núna nær stríðið borginni Rafah en yfir milljón borgarbúa eru sagðir flúnir frá borginni.
One Comment on “„Stoppið Eurovision“ – Stuðningsmenn Hamas ruddust inn á sjónvarpsstöð”
Studningsmenn Hamas? Samkvæmt gidingahøturum?
Set spurningamerki vid svona einsleitni Gustaf. En annars ertu einn af okkar bestu!
En allt er eins liklegt ad IsraelsSTJORN! Hafi komid målum thannig fyrir ad bædi Hamas lidar og adrir kæmust innfyrir than 7unda okt. Til ad rjettlæta thessi dråp i fangabudum, sem Gasa sannarlega er. Vinum Washington er bara alls ekki treystandi. Fyrir neinu!